Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48610
Börnum með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn hefur fjölgað töluvert í leikskólum á Íslandi. Niðurstöður rannsókna benda til þess að börnin búi yfir margvíslegum tungumálaauðlindum sem ekki hafi tekist sem skyldi að ná utan um í daglegu starfi, með inngildingu (e. inclusion) fjöltyngdra barna í huga (Aneta Figlarska o.fl., 2017; Anna Magnea Hreinsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2019; Sara Margrét Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2017). Stjórnendur, kennarar og starfsfólk leikskóla þurfa því að öðlast þekkingu, öryggi og færni til að koma til móts við öll börn og virkja þau í leik og daglegu starfi.
Um er að ræða starfendarannsókn sem fer fram í fjölmenningarlegum leikskóla á höfuðborgarsvæðinu, þar sem tæplega 90% barnanna eiga annað heimamál en íslensku. Tilgangur verkefnisins er að efla öryggi starfsfólks í að stíga inn í sjálfsprottinn leik fjöltyngdra barna og nýta námstækifærin sem þar gefast til að efla íslenskan orðaforða, samskiptafærni og málvitund barnanna. Markmiðið er að fjölga þeim
„Now we are always active, listening and talking to the children “
Play, a way to improve children´s Icelandic vocabulary in a multicultural preschool
The number of children with diverse linguistic and cultural backgrounds has increased considerably in Icelandic preschools. The findings of research on the topic indicate that the children are in possession of diverse linguistic resources which have not been sufficiently accounted for in preschools´ daily operations with the inclusion of multilingual children in mind (Aneta Figlarska o.fl., 2017; Anna Magnea Hreinsdóttir og Hanna Ragnarsdóttir, 2019; Sara Margrét Ólafsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2017). Therefore, it is important that preschool directors, teachers, and other employees gain increased knowledge, confidence, and skills in order to meet the needs of all children and engage them in play and daily preschool activities.
This research project is carried out within the framework of collaborative action research, taking place in a multicultural presch
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistaraprófsverkefni lokaskjal Halldóra Sigtryggsdóttir.pdf | 806,51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing um lokaverkefni Halldóra Sigtryggsdóttir.pdf | 3,59 MB | Lokaður | Yfirlýsing |