is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48619

Titill: 
  • Málfræðiefni á unglingastigi í grunnskóla: Úttekt á málfræðikennsluefni á unglingastigi og rannsókn á viðhorfi kennara til þess
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Umfjöllunarefni þessarar ritgerðar er kennsluefni í málfræði á unglingastigi í grunnskóla og viðhorf kennara til þess. Leitast verður við að svara þremur rannsóknarspurningum og eru þær eftirfarandi: 1) Hvaða hlutverki telja kennarar sig gegna í málfræðikennslu? 2) Hvert er viðhorf kennara á unglingastigi til kennsluefnis í málfræði? 3) Hvar liggja áherslur í málfræðikennslu? Sá fræðilegi bakgrunnur sem er lagður til grundvallar rannsókninni byggist á birtingarmynd hugtaksins málfræði, niðurstöðum fyrri rannsókna á viðhorfi kennara ásamt úttekt á málfræðinámsefni.
    Gerð var úttekt á þremur mismunandi bókaflokkum sem kenndir eru í íslensku á unglingastigi. Það eru bókaflokkarnir: Skerpa, Málið í mark og Kveikjur, Neistar og Logar. Í úttektinni er m.a. farið yfir helstu áherslur hverrar bókar, hugmyndafræðina á bak við þær, innihald kennsluleiðbeininga ásamt uppsetningu bókanna. Markmið úttektarinnar var að varpa ljósi á hvar áherslurnar liggja í málfræðikennsluefni.
    Rannsóknin er eigindleg rannsókn sem byggir á viðtölum við þrjá kennara sem kenna íslensku á unglingastigi. Notaður var hálfopinn spurningarammi sem gaf rannsakanda tækifæri til að spyrja nánar út í upplifun kennara af námsefninu og hvaða áherslur væru í málfræðikennslu.
    Niðurstöðurnar leiddu í ljós að kennararnir höfðu mismunandi skoðanir á því námsefni sem stæði til boða við málfræðikennslu og virtust velja námsefni út frá eigin sannfæringu. Kennararnir voru allir sammála um að nemendur skorti grunnþekkingu á málfræðihugtökum og töldu það stafa að miklu leyti af málbreytingum. Kennararnir vildu sjá meiri fjölbreytni í úrvali á efni og voru sammála um að erfitt sé að kenna málfræði þar sem nemendur hafi takmarkaðan áhuga á kennsluefninu þar sem það er oft þurrt og einsleitt.
    Af niðurstöðum rannsóknarinnar að dæma er ljóst að erfitt getur reynst að finna málfræðiefni sem glæðir áhuga nemenda enda er málfræði oftast nær kennd í gegnum vinnubókarvinnu og því þurfa kennarar að leita leiða til að gera kennsluna áhugaverða.

Samþykkt: 
  • 26.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48619


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
málfræðiefni á unglingastigi. - lokaútgáfa.pdf2,43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing - Sunna Kristín.pdf311,95 kBLokaðurYfirlýsingPDF