is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4862

Titill: 
  • Lífvirknileidd þáttun efnasambanda úr birkiberki. Stýrandi áhrif á þroska angafrumna in vitro
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Birkibörkur hefur verið notaður í alþýðulækningum við ýmsum kvillum og hafa nokkur innihaldsefni hans, einkum tríterpenar sýnt áhugaverða virkni á ýmsa þætti ónæmiskerfisins. Niðurstöður fyrri rannsóknar sýna að birkibarkarextrakt dregur marktækt úr ræsingu angafrumna manna in vitro og getu þeirra til að ræsa ósamgena T-frumur til að mynda IFN-γ. Angafrumur eru sértækar sýnifrumur sem gegna lykilhlutverki í stjórnun ónæmisviðbragða með því að stýra sérhæfingu T-frumna.
    Markmið: Markmið verkefnisins var að nota lífvirknileidda þáttun til að finna og greina efnasambönd úr Betula pubescens sem hafa mest áhrif á ræsingu angafrumna in vitro.
    Efni og aðferðir: Verkefnið var þríþætt. Í fyrsta hluta fór fram þáttun á birkibarkarextrakti niður í mis-skautaðar fraktionir með vökvagreiningu undir lofttæmi, SPE súluskiljun og þunnlagsgreiningu. Í framhaldi af því var skimað eftir virkum fraktionum í in vitro angafrumulíkani. Angafrumur voru þroskaðar með eða án fraktiona í styrkjum á bilinu 0,5 - 50 μg/mL. Seyting boðefna var mæld með ELISA mælingum og tjáning yfirborðssameinda var mæld í frumuflæðisjá. Annar hlutinn samanstóð af frekari þáttun á virkustu fraktioninni með SPE súluskiljun og áframhaldandi skimun á fraktionum sem fengust úr þeirri þáttun í angafrumulíkaninu. Þriðji hlutinn fólst í tilraunum til greiningar á innihaldsefnum virkustu fraktionanna með samanburði við þekkta tríterpenana í þunnlagsgreiningu.
    Niðurstöður: Þáttun á birkibarkarextrakti gaf fraktionir Bp3.1-10 og prófanir í in vitro angafrumulíkani sýndu að Bp3.5 dró mest úr ræsingu angafrumna. Angafrumur sem voru ræktaðar með fraktion Bp3.5 seyttu minna af IL-6, IL-10 og IL-12p40 og tjáðu hlutfallslega minna af yfirborðssameindunum CD86, HLA-DR, CD197 og CD209 en angafrumur ræktaðar án fraktiona. Seinni þáttunin gaf fraktionir Bp3.5.1-6 sem allar nema Bp3.5.6 sýndu virkni í angafrumulíkaninu. Þunnlagsgreining sýndi að Bp3.5 virðist innihalda m.a. tríterpenana; betúlín, betúlínsýru, lúpeol og oleanolínsýru.
    Umræður og ályktun: Með lífvirknileiddri þáttun birkibarkarextrakts fékkst virka fraktionin Bp3.5 sem hafði sömu áhrif á ræsingu angafrumna og extraktið sjálft. Það má því gera ráð fyrir að fraktion Bp3.5 hafi sömu áhrif á á getu angafrumna í að ræsa T-
    frumur og hafa mælst hjá extrakti og fraktion Bp3 og dragi úr ræsingu TH1 frumna. Virk efnasambönd úr birkiberki gætu því mögulega nýst til að draga úr bólgum t.d. í ýmsum sjálfsofnæmissjúkdómum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lífvirknileidd þáttun efnasambanda úr birkiberki.MSritgerð.Lyfjafræði.Aðalheiður Eggertsdóttir.pdf2.97 MBLokaðurHeildartextiPDF