is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48626

Titill: 
  • „Á endanum snýst þetta allt um börnin“ Hvað einkennir fyrirmyndarsamstarf frístundaheimila og grunnskóla? Hvað styður og hvað hindrar?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Áhersla á heildstæða sýn á menntun og þverfaglegt samstarf í þágu barna er stöðugt að aukast. Það má sjá með nýlegri lagasetningu um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, sem og menntastefnum sveitarfélaga og ríkis. Með þverfaglegu samstarfi ólíkra fagstétta í lærdómsumhverfi barna myndast sameiginleg þekking. Ásamt því öðlast fagfólk dýrmæta innsýn í starfsaðferðir og hugmyndafræði annarra fagstétta en þeirra eigin. Það leiðir til þess að þær eru fljótari að öðlast skilning á verkefnum og leysa flókin mál.
    Markmið þessa meistaraverkefnis er að skoða hvað einkennir árangursríkt samstarf ólíkra fagstétta, ávinning þess, hindranir og mikilvægi. Það var gert með eigindlegum viðtölum við stjórnendur frístundaheimila og grunnskóla. Fræðileg uppbygging rannsóknarinnar byggir á fyrirliggjandi gögnum úr stjórnsýslu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar og fræðilegum heimildum um árangursríkt þverfaglegt samstarf. Rannsóknarspurning verkefnisins er eftirfarandi: Hvað einkennir fyrirmyndarsamstarf frístundaheimila og grunnskóla? Hvað styður og hvað hindrar?
    Niðurstöður sýna að Reykjavíkurborg hefur stigið margvísleg skref til að stuðla að farsælu samstarfi frístundaheimila og grunnskóla en á þó langt í land til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Niðurstöður viðtala benda til að dýpt samstarfs sé mismunandi eftir starfsstöðum og virðist að miklu leyti fara eftir áhuga og forgangsröðun forstöðumanna og skólastjóra. Einnig kemur fram að ýmsar áskoranir og hindranir, svo sem tímaleysi, samnýting húsnæðis og yfirráð grunnskólans, geta haft áhrif samstarfið.
    Aukin áhersla er á samstarf í menntastefnum og lögum, sem rekja má til rannsókna sem sýnt hafa fram á kosti samstarfs menntastofnana. Fyrri rannsóknir sýna að ávinningur samstarfs er mikill og að ein helsta forsenda árangursríks samstarfs er sú umgjörð sem samstarfinu er skapað og skýr sýn forystufólks. Ég tel því að næstu skref eigi að vera að þróa samstarfssáttmála fyrir forstöðumenn frístundaheimila og skólastjóra grunnskóla í Reykjavík, hagnýtan leiðarvísi til þess að efla þverfaglega samvinnu á milli skóla og frístundaheimila með farsæld barna að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 27.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman - yfirlýsing.pdf235,95 kBLokaðurYfirlýsingPDF
HafdisO_Meistaraverkefni_Lokas.pdf994,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna