Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48633
Markmið rannsóknar var að meta áhrif einstaklingsmiðaðrar stuðningsáætlunar með Beanfee táknstyrkjakerfi og ráðgjöf til forráðamanna á líðan, námsástundun og skólasókn nemenda með skólaforðun. Þátttakendur voru þrír drengir í níunda bekk grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu með mikla fjarveru frá skóla. Auk þeirra tóku forráðamenn og umsjónarkennarar þeirra þátt. Rannsóknin hófst í febrúar og inngrip fyrir hvern þátttakenda stóð yfir í 2 til 11 vikur. Skólasókn var metin út frá skráðri mætingu þátttakenda í Mentor. Áreiðanleiki Mentorskráninga var metinn og reyndist 100% í samræmi við beinar athuganir rannsakanda. Virknimatsviðtöl voru tekin við forráðamenn, þátttakendur og kennara um birtingarmynd vandans og mögulega áhrifaþætti. Líðan þátttakenda var metin með Tilfinningalistanum (RCADS) og Skólaforðunarlistanum (SRAS-R).
Stuðningsáætlun var útbúin fyrir hvern þátttakanda, sem meðal annars fól í sér stutta ráðgjöf til forráðamanna um skólaforðun og helstu úrræði. Táknstyrkjakerfi var útbúið fyrir þátttakendur með smáforritinu Beanfee í samvinnu við forráðamenn og umsjónarkennara. Markmið um mætingu voru unnin í samráði við umsjónarkennara. Þátttakendur fengu táknstyrkja fyrir að ná markmiðunum og gátu skipt þeim út fyrir umbun hjá foreldrum í gegnum búð innan Beanfee. Búðirnar voru einstaklingsmiðaðar og útbúnar í samvinnu við þátttakendur og forráðamenn. Þátttakendur mátu líðan sína á skólamorgnum og yfir skóladaginn á kvarða frá 1-10 í Beanfee og forráðamenn mátu líðan barnanna að morgni skóladaga.
Notað var margfalt grunnskeiðssnið með stikkprufusniði til að meta áhrif inngrips á námsástundun, líðan og skólasókn. Niðurstöður sýndu að námsástundun jókst verulega hjá tveimur þátttakendum eða 78% og 75%, og lítillega hjá einum eða 10,3%. Inngrip hafði jákvæð áhrif á líðan hjá tveimur þátttakendum þar sem sjálfmat hækkaði um 15% og 66,6%, en líðan hélst nánast óbreytt hjá þeim þriðja. Mat á líðan með Tilfinningalistanum (RCADS) benti til minni einkenna kvíða og þunglyndis hjá öllum þátttakendum en fyrir inngrip. Skólaforðunarlistinn (SRAS-R) benti jafnframt til minni styrks skólaforðunar en fyrir inngrip. Skólasókn jókst hjá einum um 11%, en versnaði hjá einum um 155,2% og öðrum um 22%.
Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með Beanfee táknstyrkjakerfi og ráðgjöf til forráðamanna geti haft jákvæð áhrif á námsástundun og líðan ungmenna með skólaforðun. Niðurstöður eru hins vegar óljósar þegar kemur að áhrifum inngrips á skólasókn. Mælt er með að hefja inngrip við skólasókn fyrr á skólaárinu, áður en utanaðkomandi þættir hafa neikvæð áhrif á skólasókn. Einnig er mælt með að veita foreldrum meiri stuðning en stutta ráðgjöf til að gera þeim betur kleift að fylgja eftir inngripi til að auka skólasókn barna með skólaforðun.
This research aimed to evaluate the effects of positive behavior support plans including individualized token reinforcement systems and parental advice on academic engagement, well-being, and school attendance. The participants were three14-year-old boys with school avoidance as well as their parents and homeroom teachers. The research began in February and each intervention lasted two to eleven weeks. The electronic information system of the school, Mentor, was used to keep track of participants´ attendance. Inter-observer agreement between Mentor and researchers’ observation was 100%. Functional assessment interviews were conducted with participants, parents and teachers at the onset of intervention to map out the problem. The Revised Children's Anxiety and Depression Scale (RCADS) and the School Refusal Assessment Scale-Revised (SRAS-R) were used to assess participants well-being and the factors influencing their school avoidance.
Individualized token reinforcement systems were created for every participant with the Beanfee application. Parents were given a short presentation about school avoidance and what they could do at home. In the Beanfee app, each student could earn tokens for achieving their goals, set by the teacher. They could then exchange those tokens for rewards in an individualized store in Beanfee. All rewards in the store were selected by participants and their parents. The participants were asked to rate how they felt on a scale from 1 to 10 in Beanfee before and during each class at school and their parents were asked to use the same scale to assess how their child felt every school morning.
This research utilized multiple probe baseline designs to assess the effects of the intervention. Results showed that participants´ academic engagement in classroom increased by 78%, 75% and 10,3%. The intervention also had positive effects on the self-assessed well-being of two participants, improving by 15% and 66,6% but no observable effects on the third participant. All the participants´ scores on RCADS and SRAS-R decreased which reflects less anxiety and/or depression and less school avoidance than before intervention. School attendance increased by 11% for one participant but decreased by 155,2% and 21,9% for the other two.
The results indicate that positive behavior support plans including individualized token reinforcement systems in Beanfee and parental advice can have positive effects on school-related well-being and class participation of adolescents' with school avoidance. The results are however not clear when it comes to its effect on school attendance. For future research, it is recommended to implement the intervention earlier during the school year and provide parents with more support in following the intervention plan, to hopefully achieve more positive effects on school attendance of students with school avoidance.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni_Svandis_Hjartardottir_MS_Meistaraverkefni_2024.pdf | 4,9 MB | Lokaður til...06.05.2027 | Heildartexti | ||
yfirlýsing- Skemma_SvandísHjartardóttir.pdf | 202,03 kB | Lokaður | Yfirlýsing |