Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48635
Ritgerð þessi fjallar um starfendarannsókn á kennslu nýsköpunar við Vallaskóla á Selfossi á skólaárinu 2023–2024. Markmið rannsóknarinnar var að þróa starfskenningu fyrir kennslu nýsköpunar og efla fagmennsku mína sem kennari. Verkefnið snýst um nýsköpunarkennslu í svokölluðu sköpunarrými (e. makerspace) þar sem áhersla er lögð á nemendamiðað nám með eflandi kennslufræði að grundvelli. Rannsakandi útbjó vinnustofu
í anda hönnuða og framkvæmdi rannsóknir í kennslustundum með því að halda rannsóknardagbók, taka myndir, gera vettvangsathuganir og skrá athugasemdir úr samtölum við nemendur. Takmarkið er að vaxa í starfi kennara og tileinka mér kennsluaðferðir sem ekki aðeins geta aukið námsáhuga nemenda heldur stuðlað að sannmenntandi námi og haft djúpstæða merkingu fyrir tilveru einstaklinga. Kenningar og hugtök fræðimanna á sviðum heimspeki, kennslufræði og sálfræði eru fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar þó víðar sé komið við. Starfendarannsókn sem rannsóknarform borið saman við hönnunarhugsun er varðar aðferðafræði rannsóknarinnar sem snýst um sviðið; leit höfundar við að fóta sig í hlutverki kennarans og kennslu námsgreinarinnar. Í umræðukafla er reynsla mín af ferlinu sett fram í samhengi við fræðilegan bakgrunn rannsóknarinnar og að lokum er starfskenning kynnt í formi stefnuyfirlýsingar þar sem fram koma grunngildi, aðferðum gerð skil og ályktanir dregnar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Eyberg-Rót-LHÍ-lokaverkefni-2024.pdf | 1,98 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |