is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed, M.Mus.Ed) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48638

Titill: 
  • "Það má einhvern veginn skapa alls konar list, það er engin að pæla í því" - Hvaða tækifæri felast í skapandi vinnu til að ræða og skilja tilfinningar? -
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem gerð var á skapandi vinnu nemenda í tengslum við tilfinninguna skömm. Markmið rannsóknarinnar var að sjá hvaða tækifæri felast í skapandi vinnu þegar kemur að kennslu eða dýpkun á skilningi ungmenna á tilfinningum á borð við skömm. Kveikjan að rannsókninni var löngun mín til að sjá meiri áherslu lagða á kennslu í tilfinningalæsi og annarri færni sem stuðlar að meiri sjálfsþekkingu og sterkari sjálfsmynd nemenda. Rannsóknin fjallar þar af leiðandi um sköpun sem tæki til að auka skilning og tjá tilfinningar. Þátttakendur þessarar rannsóknar voru nemendur í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, nánar tiltekið í áttunda og níunda bekk, auk myndmenntakennara þeirra. Rannsóknin fólst í verkefni sem nemendur unnu og samræðum um vinnuna sem og útkomuna. Í verkefninu áttu þau að skapa tilfinninguna skömm. Einnig fengust ákveðin gögn með viðtali sem tekið var við kennara hópsins. Því miður virðist það vera svo að ungmenni í dag eigi erfitt uppdráttar á vissum sviðum. Rannsóknir sýna bæði aukningu á kvíða og þunglyndi meðal unglinga sem og skorti á getu til að beita skapandi hugsun. Mikilvægt er að nýta skólakerfið til að vinna á þessum vanda. Þrátt fyrir þetta virðast áherslur í skólum vera settar á próf og einkunnir frekar en þroska og vellíðan nemenda sökum pressu á að nemendur nái ákveðnum árangri. Menntun til farsældar, mannkostamenntun og menntun í tilfinningalæsi eru allt fyrirbæri þar sem áhersla er lögð á þroska nemenda og góða sjálfsþekkingu í staðinn fyrir góðar einkunnir í prófum. Nemendur þurfa að fá frelsi til að beita huganum á skapandi, gagnrýnin og sjálfstæðan hátt í staðinn fyrir að vera mataðir af upplýsingum til að standast próf. Þessi rannsókn sýndi að nemendurnir sem tóku þátt í henni eru ekki vanir að nota skapandi hugsun í verkefnum og að þeim þykir það krefjandi. Þau virtust þó græða mikið á verkefninu þar sem svör þeirra í samræðum gáfu til kynna nýjan og dýpri skilning á tilfinningunni skömm. Þannig má segja að niðurstaða rannsóknarinnar gefi ákveðna vísbendingu um að skapandi verkefni séu góður vettvangur fyrir kennslu í tilfinningalæsi sem hægt er að nýta meira í námi barna og unglinga.

  • This essay deals with a study on the creative work of students relating to the feeling of shame. The aim of the study was to see what opportunities lie in creative work in regards to teaching or deepening the youths understanding of emotions such as shame. The motivation for the study was my desire to see more emphasis placed on teaching emotional literacy and other skills that contribute to greater self-knowledge and a stronger self-image among the students. The study therefore deals with creativity as a tool to increase understanding emotions and expressing them. The participants in the study were students in an elementary school in the capital area, more specifically in eighth and ninth grade, as well as their art teacher. The study consisted in an art project that the students did and in the discussions about working on it as well as about its outcome. The objective of the project was to create the feeling of shame. Some data was also obtained by means of an interview with the group’s teacher. Unfortunately it seems that the youth today has a hard time in certain areas. Research shows an increase in anxiety and depression among teenagers as well as a lack in the ability to apply creative thinking. It’s important to use the educational system to work on this problem. However it seems that the schools emphasize tests and grades instead of development and well-being because of an external pressure to achieve certain results. Education in emotional literacy and character education are both phenomena in which the main emphasis is on students development and self-knowledge, instead of good grades on tests. Students need freedom to use their mind in a creative, critical and independent way instead of being fed with information to pass a test. This study revealed that the participating students are not experienced in using creative thinking in projects and that they find it demanding. They seemed to gain a lot from the project because their answers in discussions indicated a new and deeper understanding of the feeling of shame. So you could say that the study indicates that creative projects are good for teaching emotional literacy and can be used more in the education of children and teenagers.

Samþykkt: 
  • 28.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48638


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
þad ma einhvern veginn skapa alls konar list, þad er engin að pæla i þvi.pdf1,33 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna