is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4864

Titill: 
  • Stefna og úrræði gegn einelti á vinnustað. Einkarekin fyrirtæki á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er til BA prófs í félagsráðgjöf. Í henni er fjallað um einelti á vinnustöðum og greint frá niðurstöðum rannsóknar sem höfundar gerðu á stefnu einkarekinna fyrirtækja á Íslandi varðandi einelti. Í fyrstu er einelti á vinnustöðum skilgreint og gert grein fyrir helstu einkennum þess. Orsakir eineltis á vinnustöðum eru skoðaðar, fjallað um vinnuaðstæður sem aukið geta líkur á einelti og þær afleiðingar sem einelti á vinnustöðum geta haft. Því næst er komið inn á helstu aðgerðir sem beitt er hérlendis til að sporna við og vinna á einelti á vinnustöðum. Enn fremur er farið í sögu félagsráðgjafans og vinnuaðferðir hans og þær tengdar við aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum. Gerð var rannsókn með spurningalistakönnun sem beindist að 100 einkareknum fyrirtækjum á Íslandi. 49 fyrirtæki tóku þátt. Rannsókninni var ætlað að gefa mynd af stefnu viðkomandi fyrirtækja varðandi eineltismál. Hvort að fyrirtækin séu með virka stefnu og hvaða úrræðum þau beita í þeim eineltismálum sem upp koma.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar eru að um það bil helmingur þeirra einkareknu fyrirtækja sem tóku þátt eru með einhverjar áætlanir varðandi einelti. Stefna fyrirtækja virðist vera frekar óvirk þegar kemur að eineltismálum. Stjórnendur fyrirtækjanna virðast samt líta svo á að stefnur þeirra séu virkari heldur en þessi rannsókn gefur til kynna. Einkarekin fyrirtæki hafa gripið til bæði óformlegra og formlegra málsmeðferða í eineltismálum síðustu 12 mánuði.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf150.92 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Lokaeintak BA.pdf1.78 MBLokaðurHeildartextiPDF