Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48642
Þessi greinagerð er hluti af persónulegu ferðalagi vaxtar í gegnum kennslu og listsköpun þar sem að ég sjálf er tilraunaverkefnið. Eftir að hafa burðast með efasemdir um eigið ágæti frá því að ég lauk námi í grafískri hönnun, þróaðist rannsóknin í átt að autoethnografískri sjálfsskoðun, ásamt því að vera starfendarannsókn og listrannsókn. Með því að beina athyglinni inn á við rannsakaði ég mína innri orðræðu og leitaði leiða til að milda neikvæðar hugsanir gagnvart sjálfri mér. Ferlið hefur verið lagskipt og áhugaverðar vörður hafa beint mér inn á nýjar brautir. Ég skráði upplifanir og hugsanir gagnvart kennslu í dagbækur til að efla sjálfa mig sem fagmanneskju og urðu þau skrif mikilvægur undanfari listrannsóknarinnar. Markmiðið með listrannsókninni var að styrkja sjálfsmynd mína í gegnum listsköpun þar sem að ferlið sjálft væri í aðalhlutverki, án væntinga um útkomu. Þessar tilraunir kalla ég „hermiverk“ og í sköpunarferlinu skrásetti ég líðan mína með hljóðupptökum og tók myndir af verkunum. Ásetningur minn í ferlinu var að gefa mér leyfi til að vera ófullkomin, mistakast og finna gleðina í sköpunarferlinu. Ég minnti mig reglulega á að ég þyrfti ekki að gera neitt stórkostlegt, einungis að læra með því að gera. Um 450 hermiverk urðu til á fjórtán dögum og munu nokkur þeirra prýða veggi heimilis míns á sýningu í tilefni útgáfu þessarar greinagerðar haustið 2024.
This essay is part of a personal journey of growth through teaching and art creation where I am the experiment. Having harbored doubts about my own excellence since graduating in graphic design, the research evolved towards an autoethnographic introspection, as well as being an action research and an artistic research. Turning my attention inward, I examined my inner self-talk and looked for ways to moderate negative thoughts about myself. The process has been layered and interesting cairns have guided me onto new paths. I recorded my experiences and thoughts about teaching in diaries to improve myself as a professional, and those writings became an important precursor to the art research. The aim of the art research was to strengthen my identity through art creation where the process itself was the prominent goal, without expectations of the outcome. I call these experiments "mimic work" and during the creative process I documented my feelings with audio recordings and took pictures of the works. My intention in the process was to give myself permission to be imperfect, to fail, and to find joy in the creative process. I reminded myself regularly that I didn't have to do anything spectacular, just learn by doing. About 450 mimic works were created in fourteen days and some of them will be displayed in an exhibition that will be held in my home on the occasion of the publication of this dissertation in the autumn of 2024.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ragnhildur_MA_Greinagerd.pdf | 2,95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |