Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48643
Providing early intervention for multilingual children is crucial so that they have the best linguistic preparation possible before they enter elementary school. Currently, Icelandic preschool teachers have limited resources and materials to support multilingual children with the linguistic input that they need. Shared book reading is a common method of providing young children with quality language input to develop their language skills. Observation of these shared book reading experiences offers an opportunity to examine one way that teachers are supporting multilingual children’s language development of Icelandic. This study examined videos of shared book reading of teachers participating in the Orðaheimurinn cluster randomised controlled trial (CRCT). Orðaheimurinn (OH) is an Icelandic adaptation of the World of Words, a research-based vocabulary intervention that utilises shared book reading developed for English learners in the United States. The main objective of this study was to examine whether the shared reading behaviour of teachers implementing OH (OH condition of the CRCT) was different from that of teachers who were not trained in the OH method of shared book reading (Play condition of the CRCT). The insights gained from examining the effects of training and support provided to teachers delivering the OH intervention during the Orðaheimurinn CRCT will be used to shape future training and implementation of the OH intervention. Another goal of the study was to examine the feasibility of assessing teacher reading behaviour using an adapted version of the Systematic Assessment of Book Reading 2.2 (SABR-2.2). Videos of teachers participating in the Orðaheimurinn (trained intervention) and alternate intervention (non-trained intervention) conditions of the CRCT were compared.
Forty-one videos of 22 teachers reading three narrative books were analysed to examine (a) whether differences exist between the reading behaviours of teachers during SRSs in the OH and Play conditions, and (b) the feasibility of the SABR-2.2 for examining teacher reading behaviour in the context of the Orðaheimurinn CRCT. It was found that Play teachers engaged in more verbal interactions and used more meaning-related strategies, such as asking questions and encouraging child participation. Despite expectations that OH teachers would employ more structured techniques, Play teachers were more active, asking more questions and using a broader range of strategies. However, OH children asked more questions, suggesting that the structured approach may have encouraged curiosity and critical thinking. Potential correlations with teacher education levels and experience were also considered, but there was no notable difference between the teachers in the OH and Play conditions. The SABR-2.2 proved to be a useful assessment tool, although the tool could be adapted and streamlined further for a more focused approach. These findings indicate that the shared reading behaviour that teachers exhibit is influenced by factors other than training. Furthermore, the findings from this pilot study strongly indicate the need for further research on the shared reading behaviours of preschool teachers with a larger sample size, where factors other than direct training are analysed.
Á undanförnum árum hefur Ísland breyst í fjölmenningarsamfélag í kjölfar þess að sífellt fleiri innflytjendur koma til landsins. Rannsóknir hafa sýnt að börn á Íslandi sem hafa annað móðurmál en íslensku hafa almennt slakari málfærni í íslensku en eintyngdir jafnaldrar þeirra á fyrstu árum þeirra í grunnskóla og jafnvel lengur (Thordardottir & Juliusdottir, 2013). Því er mikilvægt að fjöltyngd börn fái mikla og góða málörvun strax og þau byrja í leikskóla til að undirbúa þau sem best fyrir grunnskólagöngu. Nauðsynlegt er að leikskólakennarar geti nýtt sér gagnreyndar og notendavænar aðferðir til málörvunar. Málörvunarefnið World of Words var þróað af Susan B. Neuman í Bandaríkjunum með málörvun ein- og fjöltyngdra barna í huga sem hafa slaka færni í tungumálinu vegna félagslegra aðstæðna (Neuman et al., 2021). Aðferðin er byggð á gagnreyndum rannsóknum og hefur verið þýdd yfir á íslensku og aðlöguð að íslensku leiksólaumhverfi undir nafninu Orðaheimurinn (OH). Einn af grunnþáttum OH til málörvunar er samræðulestur (shared book reading) sem er algeng og gagnreynd aðferð til að auka orðaforða leikskólabarna (Bus et al., 1995; Murphy et al., 2023).
Gerð var klasaslembiröðuð samanburðarrannsókn (CRCT) til að kanna árangur OH sem málörvunaríhlutun í íslenskum leikskólum. Í rannsókninni fengu leikskólakennarar í fimm leikskólum markvissa kennslu og þjálfun í samræðulestri frá rannsakendum en í öðrum fimm leikskólum fengu leikskólakennararnir enga markvissa kennslu eða þjálfun, heldur voru þau beðin um að lesa fyrir börnin sem tóku þátt í rannsókninni á sama hátt og þau myndu venjulega gera. Leikskólakennararnir tóku samræðulestrarstundirnar upp á myndbönd sem voru metin af höfundi með aðlagaðri útgáfu af Systematic Assessment of Book Reading 2.2 (SABR-2.2) matslistanum (Pentimonti et al., 2021), en SABR-2.2 matslistinn var aðlagaður að OH rannsókninni af höfundi. Fjörutíu og eitt myndband af samræðulestri var metið með SABR-2.2 fyrir þessa rannsókn. Markmið rannsóknarinnar voru (a) að athuga hvort munur væri á lestrarhegðun leikskólakennaranna sem fengu markvissa þjálfun í samræðulestri og þeim sem fengu enga þjálfun í samræðulestri og (b) að meta notagildi SABR-2.2 matslistans í aðlagaðri útgáfu til að meta lestrarhegðun leikskólakennaranna í OH rannsókninni í samræðulestri.
Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að leikskólakennararnir sem fengu ekki markvissa kennslu í samræðulestri spurðu börnin fleiri spurninga og notuðu fjölbreyttari aðferðir til að koma innihaldi textans til skila til barnanna þegar lesið var fyrir þau í samanburði við leikskólakennarana sem fengu markvissa þjálfun í samræðulestri. Þessar niðurstöður voru ekki í samræmi við fyrri rannsóknir og gefa til kynna að frekari rannsókna sé þörf þar sem áhrif markvissrar þjálfunnar á samræðulestur er skoðuð ásamt því að kanna fleiri þætti sem gætu haft áhrif á lestrarhegðun kennaranna. SABR-2.2 reyndist hafa gott notagildi til að meta gæði samræðulesturs leikskólakennara en þó er mælt með frekari aðlögun mælitækisins að markmiðum OH.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
AudurRagnarsd_MS_Thesis.pdf | 1,48 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
skemma_yfirlysing.pdf | 379,51 kB | Lokaður | Yfirlýsing |