is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48644

Titill: 
  • Áhrif gjósku á votlendisgróður: Rannsókn á mómýrum á láglendi á Norðurlandi vestra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Á Íslandi hafa orðið eldgos á fjögurra til fimm ára fresti að meðaltali á nútíma (Holocene). Nú þegar jöklar eru að hörfa vegna loftslagsbreytinga má búast við aukinni tíðni eldgosa. Fyrir um fjögur þúsund árum varð stórt sprengigos í Heklu með miklu gjóskufalli, sem er talið það næst mesta frá Heklu á nútíma. Kólnandi loftslag var á Norður-Atlantshafi þegar eldgosið varð og jöklar að breiðast út. Aðstæður í umhverfinu voru versnandi og gróðurvistkerfi víða undir álagi. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á það hvort gjóskufall á stærð við það sem leiddi af sér Hekla 4 gjóskulagið hefði áhrif á vistkerfi mómýra og hvort munur væri á milli staða eftir hæð í landinu. Kjarnasýni voru tekin úr mómýrum á Norðurlandi vestra, við Ásmýri og við Snæringsstaði, sem eru innar í landinu og standa hærra. Frjókornasýni frá báðum stöðum, úr jarðlögunum næst Hekla 4 gjóskulaginu, voru frjógreind. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að gjóskan hafi leitt til votara yfirborðs mýranna á báðum stöðum, mögulega varð yfirborðið votara við Snæringsstaði sem birtist í auknu hlutfalli fjalldrapa á móti birki. Vísbendingar eru um að meira rask hafi orðið við Snæringsstaði, þar kom breytileiki í frjókornum fram fyrr eftir gjóskulagið en við Ásmýri. Vistkerfi við Snæringsstaði gætu því hafa verið undir meira álagi en vistkerfi við Ásmýri, áður en Hekla 4 gjóskulagið dreifðist, vegna legu Snæringsstaða hærra í landinu og lengra frá temprandi áhrifum sjávar.

  • Útdráttur er á ensku

    Volcanic eruptions have occurred in Iceland every four to five years on average during Holocene. With glaciers retreating due to climate change an increase in volcanic activity can be expected. Approximately four thousand years ago a large explosive eruption occurred in Hekla volcano. The volume of tephra, producing the Hekla 4 tephra layer, is considered to be the second largest from Hekla during Holocene. At the time of the eruption, climate was cooling in the North-Atlantic and glaciers were spreading. Environmental conditions were deteriorating and ecosystems were under stress. The aim of the research was to explore whether a volcanic eruption, with tephra deposits similar to Hekla 4, would affect peatland vegetation and whether there is a variability depending on the altitude. Core samples were collected from peatland in Northwest Iceland, at Ásmýri and Snæringsstaðir, which is further inland and at a higher altitude. Pollen samples from sediments adjacent to the Hekla 4 tephra layer, at both locations, were analysed. The results indicate that the tephra led to wetter peatland surface at both locations. Increased ratio of Betula nana versus Betula pubescens might indicate a wetter surface at Snæringsstaðir. There are signs of more disturbance at Snæringsstaðir and pollen variability appeared sooner after the tephra layer than at Ásmýri. Ecosystems at Snæringsstaðir were possibly more stressed than at Ásmýri before the Hekla 4 tephra layer deposition due to the location of Snæringsstaðir, at a higher altitude and at further distance from the tempering effects of the ocean.

Samþykkt: 
  • 30.9.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48644


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif gjósku á votlendisgróður_Halldóra Klara Valdimarsdóttir.pdf23.12 MBLokaður til...26.10.2024HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Halldóra Klara Valdimarsdóttir.pdf1.81 MBLokaðurYfirlýsingPDF