en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48646

Title: 
  • Title is in Icelandic Greiningar á stærð kjálka hjá íslenska melrakkanum (Vulpes lagopus)
  • Analysis of the jaw sizes of the Icelandic fox (Vulpes lagopus)
Degree: 
  • Bachelor's
Keywords: 
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari rannsókn var unnið með alls fimmtíu og sjö sýni íslenskra melrakka (Vulpes lagopus) frá þremur landshlutum. Refirnir voru krufðir, kjálkar einangraðir, þeir myndaðir og stærð þeirra mæld. Tvær mæliaðferðir voru bornar saman, þ.e. handvirk aðferð og aðferð sem var gerð með ShapeR og skoðað var hvort þær gæfu svipaðar niðurstöður. Sjö breytur voru teknar saman sem endurspegla stærð kjálkanna, þrjár í handvirku aðferðinni og fjórar í shapeR aðferðinni. Einnig var skoðað hvort eyrnamíltar (Otodectes cynotis) fyndust í refunum og hvort þeir höfðu áhrif á kjálkastærð sýktu refanna. Gögn voru skráð og unnið var úr niðurstöðum með R studio forriti sem var notað fyrir alla tölfræðivinnslu.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að fylgni milli aðferðanna var lág sem segir til um að aðferðirnar séu óháðar hvor annarri og gefa mismunandi upplýsingar um stærð kjálkanna. Fylgnin var þó há á milli svarbreytanna í bæði handvirku mælingunni og með shapeR aðferðinni. Það mátti sjá mun á kjálkastærð refa milli aðferða, þar sem meðallengd var meiri með shapeR aðferð heldur en með handvirkri mælingu, en með handvirkri mælingu er lengdin mæld án framtannar og með shapeR aðferð er lengdin mæld með framtönn sem gæti útskýrt muninn. Breytileiki í lengd kjálkanna var greind með fjölþátta fervikagreiningu í báðum aðferðum með tilliti til svæða, kynja og aldurs. Þá kom í ljós að lengd kjálka í handvirku mælingunni var ólík eftir kyni en ekki eftir svæði og aldri. Lengd kjálka með shapeR aðferðinni reyndist ekki ólík eftir svæði, kyni né aldri.
    Þegar skoðað var hvort eynamítlar gætu haft áhrif á kjálkastærðir refa á Vestfjörðum, þar sem eyrnamítlar fundust eingöngu á þeim landshluta og var meirihluti refa þar sýktir af eyrnamítlum, sýndu niðurstöður að eyrnamítlar höfðu ekki áhrif á kjálkalengd refanna. Með handvirkri mælingu var reiknuð meðallengd refakjálkanna á Vestfjörðum hjá ósýktu refunum aðeins hærri en hjá sýktu refunum, en með shapeR aðferð var reiknuð meðallengd refakjálkanna á Vestfjörðum hjá ósýktu refunum aðeins minni heldur en hjá sýktu refunum.

  • In this study, we worked with a total of fifty-seven samples of Icelandic foxes (Vulpes lagopus) from three parts of the country. The foxes were dissected, jaws isolated, photographed and their size measured. Two measuring methods were compared, i.e. a manual method and a method that was done with ShapeR and checked to see if they gave similar results. Seven variables were compiled that reflect the size of the jaws, three in the manual method and four in the shapeR method. It was also examined whether ear mites (Otodectes cynotis) were found in the foxes and whether they affected the jaw size of the infected foxes. Data were recorded and results were processed using R studio program which was used for all statistical processing.
    The results of the study showed that the correlation between the methods was low, which means that the methods are independent of each other and give different information about the size of the jaws. However, the correlation was high between the variables in both the manual measurement and the shapeR method. It was possible to see a difference in the jaw size of foxes between the methods, where the average length was greater with the shapeR method than with the manual measurement, but with the manual measurement the length is measured without a front tooth and with the shapeR method the length is measured with a front tooth which could explain the difference. Variation in the length of the jaws was analyzed by analysis of variance in both methods with regard to regions, sexes and age. It was found that the length of the jaws in the manual measurement differed by gender but not by region and age. The length of the jaws using the shapeR method did not differ by region, gender or age.
    When it was examined whether ear mites could affect the jaw sizes of foxes in the Westfjords, where ear mites were only found in that part of the country and the majority of foxes there were infected with ear mites, the results showed that ear mites did not affect the jaw length of the foxes. With the manual measurement, the calculated average length of the fox jaws in the Westfjords in the uninfected foxes was slightly higher than in the infected foxes, but with the shapeR method, the calculated average length of the fox jaws in the Westfjords in the uninfected foxes was slightly lower than in the infected foxes.

Accepted: 
  • Oct 1, 2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48646


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Íslenski melrakkinn.pdf879.87 kBLocked Until...2024/10/26Complete TextPDF
2024_Skemman_yfirlysing 09.pdf325.25 kBLockedDeclaration of AccessPDF