Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48647
Þetta lokaverkefni fjallar um upplifanir níu mæðra af skömm, sjálfsgagnrýni og samkennd í eigin garð í móðurhlutverkinu. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á væntingar og kröfur sem mæður upplifa í móðurhlutverkinu og leiða í ljós hvort þær séu í raun óraunhæfar og óréttlátar, og hvernig þær geta leitt til skammar og sjálfsgagnrýni. Einnig var markmiðið að minna á mikilvægi samkenndar í eigin garð í tengslum við móðurhlutverkið.
Fræðileg umgjörð rannsóknarinnar var félagsfræðilegar og sálfræðilegar kenningar og hugtök sem fjalla um: móðurhlutverkið, persónulegar og samfélagslegar væntingar sem mæður upplifa í hlutverkinu, skömm og sjálfsgagnrýni í móðurhlutverkinu og samkennd í eigin garð. Notast var við eigindlegt rannsóknarsnið í formi einstaklingsviðtala sem tekin voru við níu mæður á aldrinum 25-36 ára.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að flestar mæðurnar telja móðurhlutverkið gífurlega krefjandi hlutverk og upplifa miklar kröfur og væntingar, persónulegar sem og samfélagslegar. Flestar mæðurnar upplifðu skömm og sjálfsgagnrýni í erfiðum og krefjandi aðstæðum í móðurhlutverkinu, þó virðist sjálfsgagnrýnin mun tíðari. Samanburður við aðrar mæður og glansmynd á samfélagsmiðlum virtist vera helsta orsök skammar og sjálfsgagnrýni hjá mæðrunum. Flestar mæðurnar töldu sig ekki sýna sér nægilega samkennd í erfiðum og krefjandi aðstæðum en töldu að með aukinni samkennd myndi þeim líða enn betur í móðurhlutverkinu.
Það er von mín að frásagnir viðmælendanna og niðurstöður rannsóknarinnar nýtist á einhvern hátt til að horfa öðrum augum á þær samfélagslegu og persónulegu væntingar sem virðast tengjast móðurhlutverkinu. Þá vona ég jafnframt að mæður hlúi betur að sér og sýni sér meiri samkennd í eigin garð í því krefjandi hlutverki sem móðurhlutverkið getur reynst, til að þær geti notið sín enn betur í hlutverkinu og þar með veitt börnunum sínum enn betra uppeldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
„Þetta er bara mest krefjandi hlutverk sem ég hef upplifað“ - Katrín Emma Jónsdóttir.pdf | 680.24 kB | Lokaður til...26.10.2024 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing undirritað.pdf | 818.74 kB | Lokaður | Yfirlýsing |