is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48648

Titill: 
  • Landmótun og hörfunarsaga Fremri-Botnárjökuls í sunnanverðum Tindfjallajökli
  • Titill er á ensku Geomorphology and retreat history of Fremri-Botnárjökull, Tindfjallajökull ice cap, Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að greina, lýsa og kortleggja landslag framan við Fremri-Botnárjökul sem er skriðjökull í sunnanverðum Tindfjallajökli. Niðurstöður kortlagningarinnar voru notaðar til að gera líkan af hörfunarsögu jökulsins. Rannsóknin var unnin með greiningu á loftmyndum og athugunum á rannsóknarsvæðinu. Á svæðinu má finna margs konar landform sem varpa ljósi á virkni jökulsins. Þar er helst að nefna endagarða, hörfunargarða, jökulkembur og farvegi bræðsluvatns. Rannsóknarsvæðinu er hægt að skipta í tvo nokkuð ólíka helminga, vestari- og eystri hluta, vegna ólíkrar landmótunar. Eystra svæðið einkennist af flötum stöllum, þöktum jökulruðningi en vestara svæðið er í nokkrum halla með grófari ruðningi og mun meiri sjáanlegum berggrunni. Á rannsóknarsvæðinu fundust þrír megin endagarðar og margir hörfunargarðar fyrir innan þá alla og einn jaðargarður vestast á svæðinu. Niðurstaða rannsóknar var að fremstu tveir garðarnir hafi myndast á litlu ísöld og miðju garðurinn við lok hennar í kringum 1890. Garðurinn næst jöklinum hefur myndast um 1990 eftir að hitastig á Íslandi hafði farið kólnandi upp úr 1965 - 1970. Jökullinn hefur síðan hörfað frá tíunda áratug 20. aldar til dagsins í dag.

  • Útdráttur er á ensku

    The aim of this research was to analyze, describe and map the landscape and landforms in front of the Fremri-Botnárjökull outlet glacier, which drains the southern part of the Tindfjallajökull ice cap. The results were used to model the retreat history of the glacier. The study was carried out by analyzing aerial photographs and by field observations in the study area. There are various landforms in the area that shed light on the activity of the glacier. The main ones are end moraines, recessional moraines, flutes and meltwater channels. The study area can be divided into two different halves, the western and eastern parts, due to different morphology. The eastern area is characterized by flat terraces covered by till, while the western area has slopes with coarser till and more of visible bedrock. The research found three main end moraines with recessional moraines inside them all and one lateral moraine in the westernmost part. It is most likely that the outermost two end moraines were formed during the Little Ice Age and the middle one at its end around 1890. The end moraine closest to the glacier was formed around 1990 following a relatively cold period that started around 1965 - 1970. The glacier has been retreating from the 1990s. until the present day.

Samþykkt: 
  • 1.10.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48648


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásta Hlíf Harðardóttir BS ritgerð í jarðfræði 30.9.pdf49.36 MBLokaður til...26.10.2024HeildartextiPDF
20241001124645.pdf321.66 kBLokaðurYfirlýsingPDF