Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48670
Markmið þessarar rannsóknar er að skoða íslenska þjóðlaga- og alþýðutónlist sem tækifæri til að auðga upplifun erlendra ferðamanna á Íslandi. Til að greina tengsl sviðsetningar við einstaklingsbundna upplifun beini ég augum að hagkerfi upplifunar, sanngildi og upprunaleika. Ég skoða einnig einkenni íslenskrar þjóðlaga- og alþýðutónlistar og greini í gegnum viðtöl og orðræðu hvernig erlendir ferðamenn upplifa þessa sömu tónlist.
Þar sem grunnurinn í rannsókninni er upplifun fólks styðst ég við eigindlega nálgun. Annars vegar notaði ég aðferðir fyrirbærafræðinnar (e. phenomenology) en í stuttu máli hverfist sú nálgun um persónulega reynslu einstaklinga og hópa. Hins vegar hafði ég til hliðsjónar nálgun kenninga um gerendanet (e. Actor Network Theory) og orðræðugreiningar (e. discourse analysis) en með þeim aðferðum má greina orðræðu og margræð net samskipta og tengsla milli ferðamanna og áfangastaðar. Við söfnun frumgagna lagði ég annars vegar spurningar fyrir ferðamenn á Íslandi og hins vegar tók ég hálfstöðluð viðtöl við nokkra mismunandi aðila sem tengjast íslenskri ferðaþjónustu.
Greining á niðurstöðum spurninga og viðtala bendir til þess að íslensk tónlist getur verið markverð viðbót við ferðaupplifun erlendra ferðamanna hér á landi. Annars vegar getur tónlistin dýpkað upplifun þeirra á náttúru landsins og menningu og hins vegar, þegar fólk er búið að upplifa margt af því sem Ísland hefur upp á að bjóða, upplifir það sterkar tónlistina og tengir við hana á margslungnari hátt. Niðurstöður á rannsókn minni drógu einnig fram gagnverkandi áhrif upplifunar og framsetningar annars vegar og tengsl upplifunar og væntinga hins vegar. Rannsókn mín sýnir fram á að það að hlusta á íslenska tónlist á ferðalagi um Ísland er jákvæð reynsla í sjálfu sér og þar að auki hefur íslensk tónlist eitthvað sérstakt fram að færa sem gerir upplifun ferðamanna af landi og þjóð áhrifameiri.
The aim of this study is to examine Icelandic music, with focus on Icelandic folk music, as a tool to enrich tourism experience in Iceland. To examine the relationship between staging and individual experience. I draw attention to the relation between authenticity in tourism and the experience economy. I also look into the characteristics of Icelandic folk music and through semi-structured interviews and questionnaires I analyze how foreign tourists experience this same music. The basis of the research is people's experiences and thus the study is mainly conducted by qualitative approach. On one hand I use the methods of Phenomenology that revolve around experiences of individuals and groups and on the other hand I use the method of Actor Network Theory and discourse analysis which are methodological approaches that can be used to analyze multi-dimensional networks of social relations. Primary data was collected through questionnaires handed to tourists in Iceland and semi-structured interviews with several different parties related to Icelandic tourism. The findings indicate that Icelandic music can be a significant addition to the tourist experience in Iceland. On the one hand, music has the ability to deepen people's impressions of Iceland's nature and culture, and on the other hand, when people have traveled and experienced some of what Iceland has to offer, they connect deeper and in a more complex way with the music. My research also brought to light the interactive effects of experience and representation of goods og service on one hand, and the relationship between people's experience and expectations on the other. The main conclusion of my study indicates that listening to Icelandic music while traveling through Iceland is a positive experience in itself and that the music, which has its special characteristics, can further deepen the travel experience
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
UnnurJensdottir-Meistararitgerð - Hólar.docx (1).pdf | 1,04 MB | Opinn | Skoða/Opna |