Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48672
Meginreglan um opinbera málsmeðferð – Hvernig hafa dómstólar beitt reglunni um opinbera málsmeðferð í sakamálum? er tilefni til breytinga?
Meginreglan um opinbera málsmeðferð er ein af þeim grundvallarreglum sem gilda um meðferð mála fyrir dómi, sbr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Í ritgerð þessari ritgerð er fjallað um áherslu og framkvæmd reglunnar við meðferð sakamála og er nánari útfærsla á reglunni að finna í 1. mgr. 10. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 (sml.).
Reglan felur í sér að þinghöld skulu háð í heyranda hljóði, nema veigamiklar ástæður gefi leyfi til undantekninga, sem sjá má í a-g. liðum 1. mgr. 10. gr. sml. Tilgangur reglunnar er að tryggja réttaröryggi þeirra sem aðild eiga að dómsmálum, sem og að almenningur eigi kost á að fylgjast með störfum dómstóla og þannig veitt dómstólum aðhald. Jafnframt er lögð áhersla á frelsi almennings og fjölmiðla til að greina frá því sem fram kemur í þinghöldum.
Markmið rannsóknarinnar var að svara því hvernig dómstólar hér á landi hafa túlkað regluna og hvort þörf sé á breytingum. Í því skyni var gildandi réttur og framkvæmd hér á landi skoðuð og borin saman við löggjöf og framkvæmd í Danmörku og Noregi. Auk þess var fengið viðhorf dómara, brotaþola, sakbornings og fjölmiðlamanns varðandi framkvæmd reglunnar. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að dómstólar virða rétt til opinberrar málsmeðferðar nema í undantekningartilfellum hér á landi. Aftur á móti er tilhneiging til að loka þinghöldum ríkari hér en í samanburðarlöndum. Loks var það niðurstaða höfundar að tilefni væri að festa í sessi reglur til að tryggja enn betur rétt fjölmiðla og brotaþola að reglunni.
The principle of public procedure – How have the courts applied the rule of public procedure in criminal proceedings? Is there a reason for change?
The principle of public proceedings is one of the fundamental rules governing the conduct of court cases, as stipulated in Article 70 of the Constitution of the Republic of Iceland No. 33/1944 and Article 6(1) of the European Convention on Human Rights (ECHR). This thesis discusses the emphasis and application of this rule in the handling of criminal cases, with further elaboration found in Article 10(1) of the Criminal Procedure Act No. 88/2008 (CPA).
The rule stipulates that court proceedings should be open to the public, unless significant reasons justify exceptions, as outlined in subsections a-g. of Article 10(1) of the CPA. The purpose of the rule is to ensure legal certainty for those involved in court cases while also allowing the public to monitor the work of the courts, thus providing oversight. Additionally, it emphasizes the freedom of the public and the media to report on what transpires during court proceedings.
The author's research aimed to examine how courts in Iceland have interpreted this rule and whether there is a need for changes. To achieve this, the current law and its application in Iceland were reviewed and compared with the legislation and practice in Denmark and Norway. Furthermore, the perspectives of a judge, a victim, a defendant, and a journalists on the application of the principle were examined. The research concluded that Icelandic courts generally respect the right to public proceedings, except in exceptional cases. However, there is a stronger tendency to hold closed hearings in Iceland compared to the other countries examined. Finally, the author concluded that there is a need to establish clearer rules to further safeguard the rights of the media and victims concerning the principle.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð 2024 pdf.pdf | 759,48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |