is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48674

Titill: 
  • Frá markmiðum til aðgerða : samanburðarrannsókn á kolefnishlutleysi í lögum Íslands og Bretlands
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi ber nafnið „Frá markmiðum til aðgerða: Samanburðarrannsókn á kolefnishlutleysi í lögum Íslands og Bretlands“ og markmið höfundar er að varpa ljósi á hvort íslensk loftslagslöggjöf sé í stakk búin til að standa undir markmiðinu um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 og hvaða lærdóm megi draga af reynslu Bretlands við innleiðingu bresku loftslagslaganna. Rannsóknin byggir á samanburði íslenskrar og breskrar löggjafar á sviði loftslagsmála með sérstakri áherslu á markmiðið um kolefnishlutleysi. Bretland var fyrst til að setja heildstæð loftslagslög, Climate Change Act 2008, og hefur þar með skapað ákveðna fyrirmynd sem að önnur ríki hafa horft til. Í þessari ritgerð er sérstaklega skoðað hvernig Bretland hefur byggt upp kerfi til að ná markmiðum um kolefnishlutleysi, með lögbundnum áfangamarkmiðum, eftirfylgni og ábyrgð. Í samanburði er greint hvernig Ísland hefur, með Lögum um loftslagsmál nr. 70/2012, stefnt að sama markmiði, en nálgunin er að mörgu leyti ólík. Ritgerðin leitast við að svara því hvort og hvernig íslensku loftslagslögin mætti styrkja með því að taka mið af reynslu Bretlands. Sérstök áhersla er lögð á að greina hvar rúm sé til úrbóta í íslenskri löggjöf, og hvernig alþjóðleg markmið og skuldbindingar, eins og þau sem eru sett fram í Parísarsamningnum, hafa haft áhrif á löggjöf beggja ríkja. Með umfjöllun um nýleg dómsmál í Bretlandi er lögð áhersla á mikilvægi uppsetningu laga í að tryggja gagnsæi og ábyrgð sem stuðla að því að markmið laganna náist í raun og veru. Ritgerðin gefur þannig mynd af því hvernig lagarammi getur virkað sem raunverulegt verkfæri í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – ef rétt er á haldið.
    Niðurstöður ritgerðarinnar leiða í ljós að íslensk loftslagslög eru sterk að mörgu leyti og setja fram göfug markmið um kolefnishlutleysi en að frekari úrbætur eru mögulegar, sérstaklega með því að innleiða skýrari eftirfylgni og ábyrgðarferla, líkt og þekkist í bresku löggjöfinni.

  • This thesis, titled “Frá markmiðum til aðgerða: Samanburðarrannsókn á kolefnishlutleysi í lögum Íslands og Bretlands” aims to explore whether Icelandic climate legislation is equipped to meet the goal of reaching net zero before 2040 and what lessons can be learned from Britain's
    experience in implementing the British climate change Act. This research compares Icelandic and British climate legislation, emphasizing the shared goal of achieving net zero emissions.
    The UK was the first country to enact comprehensive climate legislation through the Climate Change Act 2008, creating a model that other nations have looked to for guidance. This thesis examines how the UK has structured its legal framework to meet the net zero target, using
    carbon budgets, monitoring mechanisms, and accountability measures. In comparison, it analyzes how Iceland has approached the same goal through the Law on Climate Matters no. 70/2012, although with a notably different approach in many respects. The thesis seeks to determine whether Iceland’s climate laws could be strengthened by drawing on the UK’s experience. A particular focus is placed on identifying areas for improvement in Icelandic legislation and examining how international goals and commitments, such as those outlined in the Paris Agreement, have shaped the climate laws of both countries. The thesis also examines
    recent court cases in the UK underscoring the importance of well-structured laws in ensuring transparency and accountability. Ultimately, the research demonstrates how a robust legal framework can serve as an effective tool in combating climate change—if designed and
    implemented correctly.
    The findings of the thesis reveal that while Iceland’s climate laws are robust in many areas, but there are significant opportunities for improvement, particularly by adopting clearer mechanisms for monitoring and accountability, similar to those found in the UK’s legal framework

Samþykkt: 
  • 17.10.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48674


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Frá markmiðum til aðgerða-Samanburðarrannsókn á kolefnishlutleysi í lögum Íslands og Bretlands - Emma Speight.pdf1,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna