is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48677

Titill: 
  • Þýðing, staðfærsla og réttmætisathugun matstækisins Parental Burnout Assessment (PBA)
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Að ala upp barn fylgir gríðarleg ábyrgð og því óumflýjanlegt að foreldrar upplifi álag í foreldrahlutverkinu. Ef daglegt álag og streita er mikið til lengri tíma er hætta á að foreldrar þrói með sér kulnun í foreldrahlutverkinu.
    Tilgangur rannsóknar: Markmið rannsóknar er að þýða, staðfæra og gera réttmætisathugun á matstækinu Mat á kulnun í foreldrahlutverkinu.
    Aðferð: Aðferð þessa meistaraverkefnis skiptist í tvo hluta. Fyrri hlutinn snýr að þýðingu og staðfæringu matstækisins en sá síðari að rannsókn á því. Rannsóknin var lýsandi sambandsrannsókn en gögnum var safnað með rafrænum spurningalista vorið 2023. Notast var við sjálfvalið úrtak sem samanstóð af 1.110 foreldrum. Tölfræðileg úrvinnsla var unnin í Jamovi útgáfu 2.3.18.0 og í JASP útgáfu 0.18.3.0. Við gagnaúrvinnslu var notuð lýsandi tölfræði til að skoða helstu eiginleika gagnasafnsins og staðfestandi þáttagreining til próffræðilegrar greiningar á matstækinu. Spearman‘s Rho próf var notað til að skoða fylgni, Kí-kvaðrat til að kanna hvaða þjóðfélagsþættir hafa mest áhrif á kulnun forledra og stigveldis marghliða aðhvarfsgreining til að meta hvaða þættir spá fyrir líkum á slíkri kulnun.
    Niðurstöður: Staðfestandi þáttagreining sýndi fram á að innri áreiðanleiki matstækisins er fullnægjandi (α 0,96). Samkvæmt niðurstöðum er tíðni kulnunar í foreldrahlutverkinu 3,8% meðal þátttakanda. Þættir sem höfðu m.a. áhrif á kulnun voru hjúskaparstaða, atvinnustaða, hvort foreldri var með einhverja greiningu, fjöldi barna, hvort það var barn á heimilinu sem þarf sérstakan stuðning, hvort foreldri upplifi sig fá utanaðkomandi stuðning og hafi trú á eigin áhrifamátt.
    Ályktun: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að matstækið er áreiðanlegt og metur það sem það á að meta. Samkvæmt niðurstöðum er eitt af hverju tíu foreldri í hættu á að þróa með sér kulnun eða er nú þegar með einkenni kulnunar í foreldrahlutverkinu. Ákveðnir þættir benda til að auka líkur á kulnun meðal íslenskra foreldra sem hægt er að vinna með til að auka bjargráð og minnka streituvalda.
    Lykilorð: foreldrar, foreldrastreita, Kulnun, kulnun í foreldrahlutverkinu, Mat á kulnun í foreldrahlutverkinu, staðfestandi þáttagreining.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Raising a child comes with immense responsibility, and it’s inevitable that parents will experience stress in their parenting role. If daily stress and pressure persist over a long period, parents may be at risk of developing parental burnout.
    Purpose: The aim of this study is to translate, adapt, and validate the Parental Burnout Assessment.
    Method: The method of this master ‘s project is divided into two parts. The first part involves the translation and adaptation of the assessment tool, and the second part focuses on researching it. This study is a descriptive correlational study, with data collected via a web questionnaire in the spring of 2023. A self-selected sample of 1.110 parents participated. Statistical analyses were conducted using Jamovi version 2.3.18.0 and JASP version 0.18.3.0. Descriptive statistics were used to examine the main characteristics of the dataset, and confirmatory factor analysis was used for psychometric evaluation of the assessment tool. Spearman’s Rho test was used to assess correlations, Chi-square test to determine which socio-demographic factors most influence parental burnout, and hierarchical multiple regression to assess which factors predict the likelihood of burnout.
    Result: Confirmatory factor analysis showed that the internal reliability of the Parental Burnout Assessment is satisfactory (α 0,96). According to the results, the prevalence of parental burnout among participants is 3.8%. Factors influencing burnout included marital status, employment status, parental diagnosis, number of children, children with special needs, perceived support, and personal causation.
    Conclusion: The results demonstrate that the assessment tool is reliable and measures what it is intended to measure. The findings indicate that one in then parents are at risk of developing burnout or is already showing symptoms of parental burnout. Certain factors increase the likelihood of burnout among Icelandic parents, which can be addressed to enhance coping strategies and reduce stressors.
    Keywords: Confirmatory factor analyzes, Burnout, parents, parental burnout, Parental Burnout Assessment, parental stress.

Athugasemdir: 
  • Ritgerðin er lokuð til 01.10.2026
Samþykkt: 
  • 17.10.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48677


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Efnisyfirlit.pdf161,57 kBOpinnEfnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Helga Sif Pétursdóttir Meistaraverkefni.pdf2,28 MBLokaður til...01.10.2026HeildartextiPDF
Heimildaskrá fyrri hluta ritgerðar.pdf301,2 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna