Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48703
Bakgrunnur: Geðhvörf er geðröskun sem tilheyrir flokki lyndisraskana þar sem einstaklingar fara gegnum endurtekin tímabil geðhæðar og geðlægðar. Röskunin getur haft víðtæk og langvarandi áhrif á líðan og sambönd einstaklings sem og skerðingu á sálfélagslegri og hugrænni færni. Tengsl eru á milli ýmissa áhættu- og verndandi þátta við einkenni röskunarinnar. Tengsl eru milli áfalla í æsku og þunglyndiseinkenna hjá einstaklingum sem greindir eru með geðhvörf en góður félagslegur stuðningur hefur verið tengdur vægari þunglyndiseinkennum. Einstaklingar sem greindir eru með geðhvörf greina frá minni félagslegum stuðningi samanborið við almennt þýði.
Aðferð: Rannsóknin er þversniðsrannsókn, unnin úr gögnum úr lýðgrunduðu ferilrannsókninni Áfallasaga kvenna. Þátttakendur voru íslenskar konur á aldrinum 18-84 ára sem greindar voru með geðhvörf, alls 479 konur. Spurt var um lýðfræðilegar bakgrunnsbreytur ásamt því að þátttakendur svöruðu matslistum um félagslegan stuðning (metið með MSPSS), núverandi þunglyndiseinkenni (metið með PHQ-9) og áföll í æsku (metið með ACE-IQ). Lýsandi tölfræði var lögð fram. Poisson aðhvarfsgreining var notuð til að kanna tengsl félagslegs stuðnings og þunglyndiseinkenna fyrir og eftir leiðréttingu fyrir gruggunarþáttum. Kannað var hvort fjöldi áfalla í æsku hefðu áhrif á sambandið.
Niðurstöður: Poisson aðhvarfsgreining á tengslum félagslegs stuðnings og þunglyndiseinkenna sýndi að miðlungs félagslegur stuðningur var tengdur 30% hærra algengi alvarlegs þunglyndis samanborið við það að hafa mikinn stuðning, 95% öryggisbil [1,03, 1,62]. Sambandið hélst eftir að leiðrétt hafði verið fyrir gruggunarþáttunum aldri, hjúskaparstöðu og menntun. Lítill félagslegur stuðningur hafði ekki marktæk tengsl við hærra algengi alvarlegs þunglyndis samanborið við mikinn stuðning. Ekki var marktæk breyting á tengslum félagslegs stuðnings og þunglyndiseinkenna þegar sambandið var skoðað lagskipt eftir fjölda áfalla í æsku.
Ályktanir: Niðurstöður voru að hluta til í samræmi við tilgátur. Þær benda til þess að mikill félagslegur stuðningur hafi verndandi áhrif á þunglyndiseinkenni meðal íslenskra kvenna sem greindar eru með geðhvörf. Fjöldi áfalla í æsku hafði ekki áætluð áhrif á sambandið. Niðurstöðurnar gefa innsýn í stöðu íslenskra kvenna með geðhvörf en þær virðast meta félagslegan stuðning sinn meiri en einstaklingar erlendis með sömu greiningu.
Background: Bipolar disorder (BD) is a type of mood disorder characterised by episodes of depression and mania. The disorder can have extensive and long-lasting effects on the well-being and the relationships of those affected, as well as being connected to impaired psychosocial and cognitive functioning. Various risk and protective factors have been associated with symptoms of the disorder. Adverse childhood experiences (ACEs) are associated with increased depressive symptoms in individuals diagnosed with BD whereas perceived social support has been shown to have a protective effect on depressive symptoms. Individuals diagnosed with BD score lower on scales assessing social support compared to the general population.
Method: This cross-sectional study draws on data from the Stress and Gene Analysis (SAGA) population-based cohort study. The participants were 479 Icelandic women aged 18-84 who reported being diagnosed with BD. Demographic background variables were collected, along with assessments of perceived social support (MSPSS), depressive symptoms (PHQ-9), and ACEs (ACE-IQ). Descriptive statistics were generated. Poisson regression analysis was used to examine the relationship between social support and depressive symptoms. The relationship was also examined stratified by number of ACEs.
Results: Poisson regression analysis showed that moderate social support was associated with 30% higher prevalence of major depression compared to having high social support, 95% CI [1,03, 1,62]. The relationship remained significant after adjusting for the confounding factors of age, marital status, and education. Low social support was not significantly associated with higher prevalence of depression compared to high support. The relationship did not differ when stratified by number of ACEs.
Conclusion: Results were partially consistent with hypotheses. They indicate that high levels of social support may have protective effect on depressive symptoms among Icelandic women diagnosed with BD. The number of ACEs did not have significant effects on the relationship. The results give an insight into the status of Icelandic women diagnosed with BD. Participants rated their social support higher than reported in other settings.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MPH_Lokaverkefni_GMÞ_H2024.pdf | 509,46 kB | Lokaður til...17.10.2025 | Heildartexti | ||
skemman_yfirlysing_GMÞ.pdf | 72,62 kB | Lokaður | Yfirlýsing |