Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48718
Fræðilegur bakgrunnur: Hjúkrunarfræðingar á bráðamóttöku gegna lykilhlutverki í að sinna sjúklingum með sjálfsvígshugsanir og eftir sjálfsvígstilraunir. Þeir þurfa sérþekkingu og færni til að meta sjálfsvígshættu og beita í kjölfarið viðeigandi meðferðarúrræðum. Starfsánægja þeirra getur tengst reynslu þeirra, þjálfun og starfsaldri.
Tilgangur og markmið: Að skoða hvort innleiðing staðlaðs sjálfsvígshættumats og þjálfun hafi áhrif á þekkingu, hæfni og starfsánægju hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku sem vinna með fólk með sjálfsvígshegðun.
Aðferð: Valin var kerfisbundin samþætt heimildasamantekt (e. integrative review) og rannsóknarspurningin sett fram samkvæmt PICOT-viðmiðum. Leitin var framkvæmd í gagnagrunnum APA PsycInfo, CINAHL, PubMed og Scopus, auk afturvirkrar snjóboltaleitar. Notuð var aðferð Joanna Briggs-stofnunarinnar og gæðamatskalar til að meta greinar úr niðurstöðum leitarinnar. PRISMA-flæðirit var haft til hliðsjónar við framsetningu niðurstaðna. Upplýsingar úr rannsóknunum voru skipulega settar fram með „matrix“ aðferð og niðurstöður samþættar.
Niðurstöður: Tíu rannsóknir uppfylltu inntökuskilyrði. Þær sýna að staðlað mat á sjálfsvígshættu og þjálfun hjúkrunarfræðinga bætir þekkingu, hæfni og starfsánægju þeirra. Hjúkrunarfræðingar með þessa þjálfun eru betur í stakk búnir til að bera kennsl á sjálfsvígshugsanir og veita viðeigandi umönnun. Hindranir eins og tímapressa, skortur á aðstöðu og stuðningi frá geðheilbrigðisstarfsfólki gera þó umönnun erfiðari.
Ályktun: Innleiðing staðlaðs sjálfsvígsmats og regluleg þjálfun eru nauðsynleg til að bæta starfsánægju og gæði umönnunar hjúkrunarfræðinga á bráðamóttökum. Mikilvægt er að skapa umhverfi þar sem sjúklingar í sjálfsvígshættu fá viðeigandi stuðning án fordóma. Heilbrigðisstofnanir þurfa að axla ábyrgð á því að bæta þjálfun, stuðning og starfsumhverfi til að tryggja öryggi sjúklinga og vellíðan starfsfólks og efla aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni.
Hagnýting fyrir hjúkrun: Innleiðing sjálfsvígshættumats bætir gæði þjónustu hjúkrunar á bráðamóttöku með skýrri stefnumótun, leiðbeiningum og ákvarðanatöku. Það eykur öryggi og árangur í umönnun sjúklinga með áhættuþætti og geðraskanir í sjálfsvígshættu.
Background: ER nurses play a key role in caring for patients who present with suicidal thoughts or following a suicide attempt. They require specialized knowledge and skills to assess suicide risk, ask about suicidal ideation, and understand appropriate treatment options. The experiences and job satisfaction of nurses may vary, but experience, training, and longer tenure are associated with more positive attitudes and a better understanding of care. Purpose: The aim of this review is to assess whether the implementation of standardized suicide risk assessment and safety plan training affects the knowledge, skills, and job satisfaction of ER nurses working with suicidal patients.
Method: A systematic integrative review was completed. Search was done in the following databases: APA PsycInfo, CINAHL, PubMed, and Scopus. The Joanna Briggs Institute’s quality assessment tools were used to evaluate the selected articles, and a PRISMA flow diagram was employed to present the study selection process. Information from the studies was systematically organized using the "matrix" method, and results were synthesized.
Results: Ten studies met the inclusion criteria. The findings suggest that ER nurses require education, training, and regular review to improve their knowledge, skills, and communication. The implementation of standardized suicide risk assessments improves the knowledge, skills, and job satisfaction of nurses. Training enhances their ability to assess suicide risk and deliver safe care despite time pressures and lack of support. Greater knowledge and skills lead to better patient care and increased job satisfaction.
Conclusion: The review shows that standardized suicide risk assessments increases knowledge, skills, and job satisfaction of nurses, though barriers like time pressure and insufficient support remain. Increased training and collaboration between healthcare professions are necessary. Further research is needed to develop more effective protocols.
Implications for Nursing: Implementing suicide risk assessment can improve ER nurses' knowledge, skills, and job satisfaction in working with suicidal patients.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Staðlað mat á sjálfsvígshættu – Meðferðaráætlun til að tryggja öryggi sjúklinga HA.pdf | 1.67 MB | Lokaður til...12.12.2025 |