is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48721

Titill: 
  • Titill er á ensku Mapping transgender healthcare in Iceland: The service provided by the trans-team at Landspítali from 2012-2023
  • Kortlagning heilbrigðisþjónustu transfólks á Íslandi: Þjónusta transteymisins á Landspítalanum á árunum 2012-2023.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Transteymi Landspítala hefur veitt transfólki kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu síðan 2012. Síðustu ár hefur þjónustuþegum fjölgað ört og þjónustan tekið breytingum, en ekki er vitað hver áhrif þessa þátta á þjónustuna hafa verið.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar vour: a) Að kanna hvort og að hvaða leyti þjónusta transteymisins hefur breyst síðan 2012; b) Kanna hvort það sé munur á þjónustuþörf einstaklinga eftir því hver kynvitund þeirra er; c) Kanna hvort það sér munur á þjónustuþörf eftir því hversu margar geðgreiningar einstaklingar hafa.
    Aðferð: Í þessari ferilrannsókn voru sjúkraskrárgögn skjólstæðinga transteymisins sótt og skráð í gátlista sem var sérstaklega útbúinn fyrir rannsóknina. Þátttakendum var aflað út frá ICD-10 greiningunni F64 og undirflokkum hennar. Dreifigreining (ANOVA) var notuð til þess að kanna hvort væri munur á biðtíma, þjónustulengd, og fjölda tíma hjá sérfræðingum teymisins milli ára. Kí-kvaðratpróf voru hinsvegar notuð til að kanna hvort það væri munur á hlutfalli þjónustuþega sem gengust undir kynstaðfestandi skurðaðgerða og hormónameðferða milli ára.
    Niðurstöður: Þátttakendur rannsóknarinnar voru 597 skjólstæðingar transteymisins sem sóttu sér þjónustu þess á tímabilinu 1 janúar 2012 – 31 október 2023. Þriðjungur (33%) þátttakenda skilgreindi sig sem karlkyns, 42,4% kvenkyns, 20,3% kynsegin og 4% höfðu ekki skilgreint kyn sitt. Þjónustuþegum fjölgaði milli ára, frá því að vera fimm árið 2012 yfir í 122 árið 2022, fjöldi þjónustuþega jókst mest milli 2021 og 2022 (aukning um 45 einstaklinga). Meðalbiðtími jókst frá 2018 (62 dagar) til 2023 (161 dagar). Meðalfjöldi tíma hjá öllum sérfræðingum teymisins fækkaði mili ára. Hlutfall skjólstæðinga sem gengust undir kynstaðfestandi aðgerð eða hormónameðferð minnkaði milli ára, sérstaklega meðal þeirra sem hófu hormónameðferð (92,9% milli 2012–2015, 87% milli 2016–2019 og 49% milli 2020–2023). Niðurstöður rannsóknarinnar bentu á að þjónustuþörf kynsegin þjónustuþega var minni heldur en trans karla og trans kvenna, þar sem meðalfjöldi tíma hjá sérfræðingum teymisins voru 4,82 hjá kynsegin þjónustuþegum, 7,34 hjá trans körlum og 8,93 hjá trans konum. ANOVA próf sýndu fram á marktækan mun á heildarþjónustuþörf trans karla, trans kvenna og kynsegin þjónustuþega (p <0,001). Hins vegar var ekki marktækur munur á þjónustuþörfum einstaklinga með mismunandi margar geðgreiningar (p <0,01).
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar bentu á að þjónusta transteymisins hefur tekið margvíslegum breytingum síðan stofnun þess árið 2012. Biðtími hefur lengst á meðan þjónustulengd hefur styst og fjöldi tíma með sérfræðingum teymis hefur fækkað. Auk þess hefur hópur þjónustuþega breyst, þar sem hlutfallsleg aukning hefur orðið á þjónustuþegum sem skilgreina sig sem kynsegin. Framtíðarrannsóknir ættu að kanna hversu vel þjónusta transteymisins hefur nýst þjónustuþegum þess. Þær upplýsingar gætu nýst til að auka gæði og aðgengi að kynstaðfestandi heilbrigðisþjónustu

  • Útdráttur er á ensku

    Introduction: The trans-team at Landspítali has been providing transgender people in Iceland with gender affirming care since 2012. In recent years the number of individuals referred to the team has increased, and the service has changed, however little is known about how this has affected the service.
    Aims: The aims of the current study were to: a) Examine the changes in the service provided by the trans-team since its establishment in 2012; b) Examine the healthcare needs of individuals with different gender identities; c) Examine the service needs among individuals with different amounts of mental health diagnoses.
    Methods: In this registry-based cohort study, data was collected through hospital records and recorded on a checklist specific designed for the study. ICD-10 classification code F64.0, as well as subclasses were used to identify participants for the study. Analysis of variance (ANOVA) tests were used to test the differences in the mean wait time, service length, and mean number of appointments. Chi square tests were used to test the differences in the proportions of gender affirming surgeries (GAS) and hormone replacement therapies (HRT) undergone in each time period.
    Results: This study included 597 service recipients of the trans-team from 2012-2023, 33% identified as male, 42.4% as female, 20.3% as non-binary and 4% had not defined their gender. Increases in referrals were observed between 2012 (N=5) and 2022 (N=122), with the greatest increase having been between 2021-2022 (45 individuals). Wait time increased from 62 days (SE=16.02) in 2018 to 161 days (SE=17.51) in 2023. The average number of appointments with each type of healthcare professional decreased throughout the research period. The proportion of service recipients undergoing gender affirming surgeries and hormone replacement therapies decreased throughout the research period, the decrease was greatest among individuals starting HRT (92.9% in 2012-2015, 87% in 2016-2019 and 49% in 2020-2023). The overall service needs differed between service recipients with different gender identities (p<0.001). Non-binary service recipients had on average fewer appointments with healthcare specialists than trans males and trans females, with 4.82, 7.34 and 8.93 appointments, respectfully. The overall service needs among service recipients with different number of mental health diagnoses did not differ significantly (p<0.01).
    Conclusions: The results of this study showed various changes in the service provided since the trans-team was founded in 2012. Wait time increased while the service length decreased, and service recipients met fewer times with health care professionals. Furthermore, the demographics of the service recipients changed during the same period, where non-binary service recipients increased proportionally. Future research should examine how well the service provided has met the specific needs of the service recipients of the trans-team. Knowledge such as this would provide policy makers and providers with the information to improve access and quality of care.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið hlaut styrk sem nam 2.000.000 kr. úr framkvæmdasjóði hinsegin málefna.
Samþykkt: 
  • 28.10.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48721


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MPH-Lokaverkefni-Ólafur-Stephensen.pdf1,02 MBLokaður til...14.06.2025HeildartextiPDF
20241026175424.pdf202,6 kBLokaðurYfirlýsingPDF