Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48726
Iceland has a long history of coping with disasters, especially avalanches and landslides. Rapid mass movements of snow/soil already pose a threat in Iceland due to its glacier-carved topography, easily eroded bedrock, and intense freeze-thaw cycles. However, scientists project that these events will increase in frequency and severity as a result of climate change—exacerbating disaster-risk. These climate events not only cause immediate physical and emotional harm, they jeopardise peoples’ livelihoods and cultural identities by undermining the tenuous socioeconomic and ecological stability of coastal communities. In Iceland, increased disaster frequency and severity will pose an increasing challenge to fisheries, tourism, and energy development. Though the body of knowledge on this topic is increasing, further investigation is needed. This study fills a gap in the academic literature on this topic by performing a nation-wide survey to assess place attachment, climate change awareness, and risk perception across Iceland. The goal is to evaluate to what extent respondents demonstrate place attachment and concern about hazard risks and whether these perceptions correspond with the actual risk level of different regions in Iceland (i.e. Capital Region, Westfjords, etc.). The survey was also designed to reveal participants’ observations and awareness of climate change as well as their faith in organisations involved in disaster management. In this way, this study can inform future management/emergency preparedness plans for high-risk areas in Iceland. The results of this study demonstrate that the majority of respondents are very attached to the place they currently live. They also support that most participants have moderate climate change awareness and risk perception. Finally, these data show that respondents believe that most natural hazards will be less dangerous in the future than they are at present.
Ísland á sér langa sögu um að takast á við hamfarir, þá sérstaklega ofanflóð. Örar hreyfingará snjó/jarðvegi skapa nú þegar ógn á Íslandi vegna jökulskorins landslags, berggrunns sem veðrast auðveldlega og tíðra umskipta frosts og þíðu. Hins vegar spá vísindamenn því að þessir atburðir muni aukast í tíðni og alvarleika vegna loftslagsbreytinga - sem eykur áhættu á hamförum. Þeir valda ekki aðeins tafarlausum líkamlegum og andlegum skaða heldur stofna slíkir atburðir lífsafkomu og menningarlegri sjálfsmynd fólks í hættu með því að grafa undan félagshagfræðilegum og vistfræðilegum stöðugleika strandsvæðasamfélaga. Á Íslandi mun aukin tíðni hamfara og alvarleiki vera áskorun fyrir sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkuþróun. Þótt þekking um þetta viðfangsefni sé að aukast er þörf á frekari rannsóknum. Þessi rannsókn fyllir í það skarð með því að framkvæma könnun á landsvísu til að meta staðartengsl, vitund um loftslagsbreytingar og áhættuskynjun um allt Ísland. Markmiðið er að meta að hve miklu leyti svarendur sýna fram á staðartengsl og áhyggjur af áhættu vegna hamfara og hvort það samsvari raunverulegu áhættustigi mismunandi svæða á Íslandi (þ.e. Höfuðborgarsvæðið, Vestfirðir o.s.frv.). Könnunin var líka hönnuð með það í huga að meta athuganir þátttakenda og vitund þeirra um loftslagsbreytingar, sem og trú þeirra á þær stofnanir sem taka þátt í áhættustjórnun. Þannig gæti þessi rannsókn upplýst áhættustjórnun og neyðarþjónustu fyrir áhættusvæði á Íslandi í framtíðinni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meirihluti svarenda er mjög tengdur þeim stað sem þeir búa á núna. Einnig benda þær til að flestir þátttakendur séu í meðallagi meðvitaðir um loftslagsbreytingar og áhættumat. Að lokum sýna gögnin að svarendur telji að flestir flokkar náttúruvár muni teljast hættuminni í framtíðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Final Dexter Thesis (Skemman).pdf | 3,9 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |