Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48728
Viðhorf gagnvart ofbeldisfullum konum eru gjarnan afar einsleit. Oft er gengið út frá því að þær séu fórnarlömb og dregið allverulega úr gerendahæfni þeirra. Femínískir fræðimenn innan alþjóðasamskipta hafa lagt áherslu á að skoða hvernig félagslega mótaðar hugmyndir um kyn og kyngervi hafa áhrif á þátttöku kvenna innan alþjóðasamfélagsins, þar á meðal þátttöku þeirra í hryðjuverkastarfsemi. Lengi vel var megin hlutverk kvenna innan hryðjuverkasamtaka að fæða nýja kynslóð stríðsmanna og sinna heimilisstörfum en þátttaka þeirra hefur bæði aukist mikið á undanförnum áratugum og hlutverk þeirra hefur tekið miklum breytingum. Konur eru nú beinir gerendur í hryðjuverka- og sjálfsmorðssprengjuárásum.
Í þessari tilviksrannsókn er stuðst við fjölmiðlaumfjallanir um níu konur, sem hafa verið ásakaðar um ofbeldisbrot. Rannsóknin var unnin með aðferðum ígrundandi þemagreiningar og voru kóðar búnir til og þemu dregin fram. Kenningarrammi rannsóknarinnar er femínískar kenningar innan alþjóðasamskipta. Áhersla er lögð á kvenleika og karlmennsku, ofbeldishneigð kvenna, þátttöku kvenna í hryðjuverkastarfsemi, sögu sjálfsmorðssprengjuárása sem konur framkvæma, jihadí brúðir og líf kvenna í flóttamannabúðum í Sýrlandi eftir fall ISIS þar í landi. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að breyta þarf orðræðunni um ofbeldisfullar konur og draga úr fórnarlambavæðingu þeirra.
Violent women are often perceived in a very homogeneous way. It is common to presume that they are victims and their ability to act is seriously reduced. Feminist scholars within international relations have focused on examining how ideas regarding sex and gender affect women’s participation in the international arena, including their participation in terrorist activities. For the longest time, the main role of women in terrorist organizations was to give birth to new generations of fighters and tend to housework. Women’s participation in terrorist organizations has increased greatly in recent decades and their role has undergone major changes. Women are, and have been for quite some time, direct perpetrators of terrorist attacks and suicide bombings.
This case study uses media coverage of nine women who have been accused of violent crimes. The study was conducted with thematic analysis methods, codes were created and themes were highlighted. The theoretical framework of the research is feminist theories within international relations. Emphasis is placed on femininity and masculinity, women’s propensity for violence, women’s participation in terrorist activities, the history of female suicide bombings, jihadi brides and the lives of the women who moved to Syria to join ISIS and now live in refugee camps in Syria. The main findings of the study are that the rhetoric about violent women needs to be changed and their victimization reduced.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerð_Salka Björt Kristjánsdóttir_pdf.pdf | 996,41 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing f. Skemmu.pdf | 240,19 kB | Lokaður | Yfirlýsing |