is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48734

Titill: 
  • Upplifun fagaðila í alþjóðateymum sveitarfélaga á áfallatengdri kulnun: „Ég var orðin það aftengd öllu að ég var hætt að geta sýnt einhverja samkennd“
  • Titill er á ensku The experience of professionals in international teams for municipalities in Iceland regarding vicarious traumatization: "I had become so detached from everything that I could no longer show any empathy"
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fagaðilar sem starfa í alþjóðateymum á vegum sveitarfélaga eru í sérstökum áhættuhópi á að upplifa einkenni áfallatengdrar kulnunar út frá þeim þjónustuhópi sem þeir sinna og vegna eðlis starfa þeirra. Áfallatengd kulnun lýsir þeim fórnarkostnaði sem fylgir því að sinna tilfinningalegum sársauka annarra en geta einkenni hennar verið margþætt og haft djúpstæð áhrif á fagaðila, bæði í starfi þeirra sem og í persónulegu lífi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun fagaðila á áfallatengdri kulnun og hvaða mögulegu áhrif hún getur haft á þá, bæði í og utan vinnu. Auk þess var lögð áhersla á að kanna hvaða aðferðir fagaðilar nota til að koma í veg fyrir eða draga úr einkennum áfallatengdrar kulnunar og stuðla að vellíðan. Rannsókn þessi var eigindleg og voru tekin níu hálfstöðluð viðtöl við fagaðila sem starfa í alþjóðateymum Reykjavíkurborgar og Hafnafjarðarbæjar.
    Helstu niðurstöður benda til þess að fagaðilar sem starfa í alþjóðateymum upplifi allt frá litlum sem engum einkennum áfallatengdrar kulnunar upp í að áfallasögur þjónustunotenda þeirra hafi alvarleg og djúpstæð áhrif á þá, bæði í og utan vinnu. Greindu viðmælendur margir hverjir frá persónulegum áhættuþáttum sem og þáttum er snúa að eðli starfsins sem geta gert þá viðkvæmari fyrir þróun áfallatengdrar kulnunar. Jafnframt sýna niðurstöður fram á að fagaðilar finni bæði fyrir jákvæðum og neikvæðum breytingum á hvernig þeir upplifa sjálfan sig, heiminn og aðra út frá starfi sínu. Þær meginaðferðir sem niðurstöður rannsóknarinnar benda til að fagaðilar séu að nýta sér og telja vera hvað mikilvægastar til að koma í veg fyrir neikvæð áhrif í starfi þeirra eru að setja sér skýr mörk, fá félagslegan stuðning bæði í og utan vinnu og að fara reglulega í handleiðslu. Niðurstöður sýna fram á að þörf sé á frekari stuðningi við fagfólk sem sinnir þessum málaflokki og að bæði því og stofnunum þeirra sé veitt frekari fræðsla um áhrif og afleiðingar starfsins.
    Lykilorð: Áfallatengd kulnun, samkenndarþreyta, fagaðilar, alþjóðateymi sveitarfélaga, inngrip, forvarnir.

  • Útdráttur er á ensku

    Professionals working in international teams for municipalities in Iceland face heightened risk of vicarious traumatization due to the nature of their work and the group they provide service to. Vicarious trauma refers to the emotional toll of caring for others’ suffering, with symptoms that can significantly impact both personal and professional lives. This study aimed to explore the experience of professionals working in international teams, examining how vicarious trauma affects them both at work and outside of it. Additionally, it focused on identifying strategies used to prevent or mitigate symptoms and promote well-being. This qualitative research involved nine semi-structured interviews with professionals working in international teams in Reykjavíkurborg and Hafnafjarðarbær.
    Main findings revealed a range of experiences, from minimal symptoms to profound emotional impacts. Participants highlighted several risk factors tied to the nature of their work and personal characteristics that may increase susceptibility to vicarious trauma. Furthermore, results showed both positive and negative shifts in their perceptions of themselves, others, and the world due to their work experiences. The primary methods identified for reducing negative effects among the participants included setting clear boundaries, seeking social support both inside and outside of work, and participating in regular supervision sessions. These findings suggest a pressing need for additional support, including training and resources, to help professionals and organisations better manage the impact of their work.
    Keywords: Vicarious traumatization, compassion fatigue, professionals, international teams in municipalities, intervention, prevention.

Samþykkt: 
  • 25.11.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48734


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
yfirlysing_skemman.pdf482,13 kBLokaðurYfirlýsingPDF
AVS_MA-ritgerð_Lokaskjal2.pdf1,29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna