Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48742
Ritgerð þessi er til MA gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Meginviðfangsefni rannsóknarinnar var reynsla aðstandenda af stuðningi sem er í boði á Íslandi fyrir þá sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi. Rannsóknin var eigindleg og tekin voru átta viðtöl við einstaklinga sem höfðu annað hvort misst foreldri, systkini, barn eða maka í sjálfsvígi. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skortur er á stuðningi við eftirlifendur sjálfsvíga á Íslandi. Ennfremur kom fram að viðmælendum fannst vanta upp á eftirfylgni í kjölfar sjálfsvígs ástvinar. Einnig fannst viðmælendum lítið sem greip þau eftir að þau misstu ástvin sinn í sjálfsvígi og greindu flestir frá því að þau myndu vilja að það væri teymi eða net sem myndi veita stuðning til eftirlifenda sjálfsvíga. Næstum öll þjónusta sem viðmælendur nýttu sér í kjölfar sjálfsvígsins var sótt af þeirra eigin frumkvæði. Niðurstöður leiddu þó í ljós að viðmælendur voru að mestu leyti ánægðir með þann stuðning sem þau fengu og var hann mjög mikilvægur í þeirra sorgarferli. Það kom einnig í ljós að ýmsir þættir móta reynslu aðstandenda af stuðningi. Búseta var þáttur sem virtist skipta miklu máli þegar kom að framboði af stuðningi, en samkvæmt niðurstöðum voru mun fjölbreyttari stuðningsúrræði í boði á höfuðborgarsvæðinu en utan þess. Einnig skipti máli hvenær einstaklingar misstu ástvin en þeir sem misstu fyrir meira en tíu árum greindu frá litlum stuðningi í samfélaginu miðað við þá sem misstu síðar. Ekki hafa margar rannsóknir verið gerðar á Íslandi um reynslu aðstandenda af stuðningi í kjölfar sjálfsvígs og langaði höfundi að varpa ljósi á þetta málefni. Vonandi mun þessi rannsókn verða til þess að stuðningur við eftirlifendur sjálfsvíga verði betrumbættur og þessi hópur fái meiri athygli í rannsóknarsamfélaginu.
Lykilorð: Sjálfsvíg, stuðningur í kjölfar sjálfsvígs, eftirlifendur
This thesis is a final assignment for a MA degree in clinical social work at the University of Iceland. The main objective of this thesis was to investigate the experiences of bereaved family members about the support available in Iceland for people who have lost a loved one to suicide. This qualitative study involved eight semi-structured interviews with persons who have a lost either a parent, sibling, child, or spouse to suicide. The findings indicate a lack of support for suicide survivors in Iceland. Participants expressed a strong sense of insufficient follow-up support after a suicide of a loved one. Furthermore, participants felt that there was an inadequate support system after the suicide to help them cope following their loss, and they stressed the need a dedicated team or network specifically designed to provide support for suicide survivors. Almost all the support services that the participants accessed after the suicide were obtained independently. Participants were generally happy with the support they did get and reported that it was essential to their grieving process. The study also highlighted a range of factors that shaped the suicide survivors experience with support. Geographical location mattered a lot as more diverse support was available in the capital region compared to rural areas. Additionally, time from the loss shaped support experiences, those who lost a loved one more than a decade ago reported less societal support than those who lost a loved one more recently. Given the limited research of experiences of bereaved family members with support services follow a suicide, this thesis aims to contribute valuable insight into this understudied area. Hopefully these findings will contribute to improving support for suicide survivors and that this group will receive more attention in the research community.
Key words: Suicide, postvention, suicide survivors
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA ritgerð_ Sigrún Harpa Sigurðardóttir.pdf | 708,01 kB | Lokaður til...22.02.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_Sigrún Harpa.pdf | 380,68 kB | Lokaður | Yfirlýsing |