en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/4874

Title: 
  • Title is in Icelandic Mónókaprín í tannlími til meðhöndlunar á eða fyrirbyggjandi gegn candidasýkingum undir gervitönnum
  • Denture adhesive containing monocaprin to use in the treatment of, or to prevent Candida associated denture stomatitis
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Bakgrunnur: Candidasýkingar undir gervitönnum eru meðal algengustu sjúkdóma í munni hjá einstaklingum sem nota gervitennur. Sýkingarnar eru meðhöndlaðar staðbundið með sveppalyfjum. Aðalvandamál við þessar meðferðir eru að þær eru ekki nægilega áhrifaríkar til lengri tíma litið, auk þess getur tíð notkun þeirra leitt til
    aukinnar ónæmismyndunar gagnvart algengum sveppalyfjum. Þetta hefur aukið mikilvægi þróunar á nýjum leiðum til meðhöndlunar á sveppasýkingum.
    Örverudrepandi eiginleikar fituefna eins og fitusýra og mónóglýseríða hafa lengi verið þekktir. Í flestum rannsóknum hefur mónókaprín sýnt mestu virknina gegn örverum. Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að finna hentugan styrk mónókapríns í
    tannlími sem hefur sveppadrepandi áhrif í þeim tilgangi að vera fyrirbyggjandi gegn eða til meðhöndlunar á candidasýkingum undir gervitönnum. Einnig var markmiðið
    að kanna leysnihraða mónókapríns úr tannlíminu, sýrustigsbreytingar á mónókaprínblöndunni og áhrif mónókapríns á viðloðun tannlíms. Aðferðir: Næmnispróf var notað til þess að finna hentugan styrk mónókapríns, losun mónókapríns úr tannlíminu var könnuð með leysnihraðaprófi á mónókaprínblöndu, sem var svo reynt að magngreina með HPLC og UV tæki. Sýrustigsbreytingar voru athugaðar með þynningum á mónókaprínblöndu og breytingar á eiginleikum tannlíms voru athugaðar með viðloðunartæki.
    Niðurstöður: Næmnispróf sýndi að mónókaprínið var að flæða vel úr tannlíminu. 3% styrkur sýndi góða hömlun á sveppavexti og var valinn til áframhaldandi rannsóknar.
    Leysnihraðapróf var framkvæmt en ekki tókst að magngreina sýnin með HPLC né UV tæki. Sýrustigsbreytingar voru mjög litlar og var hún svipuð og hjá tannlíminu. Viðloðunarmælingar sýndu að mónókaprín var að hafa lítil áhrif á slitkraft en meiri
    áhrif á vinnu samloðunar á tannlími.
    Ályktanir: Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna að 3% mónókaprínblanda hefur góða hömlun á sveppavexti. Hún er því hentug til áframhaldandi prófana í klínískum
    rannsóknum til að komast að því hvort að hægt sé að nota hana sem fyrirbyggjandi gegn eða til meðhöndlunar á candidasýkingum undir gervitönnum.

Accepted: 
  • May 3, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4874


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MS-ritgerð.pdf2,55 MBLockedHeildartextiPDF