Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/4875
AIDS in Africa has received much international attention. Development aid agencies, NGO’s and national governments have concentrated much effort and financial resources in fight against AIDS. Special attention has been paid to young women’s vulnerability towards HIV infections, which is thought to stem from harmful gender norms and cultural practices. The aim of this study is to explore development discourses of women, culture and gender relationships and to compare them with the lived realities of women in a small village in Mangochi District in Malawi. This study is based on fieldwork consisting of interviews and participant observation in Malawi, where the author lived for nearly two years. The results of the study, indicates that the prevailing emphasis in HIV policy documents are not always realistic. It is a characteristic of these policies to portray women as defenceless victims with little or no agency. It is shown in this thesis that the social relations of women in a Malawian village are far more complicated than this portrayal indicates. Preventive measures against HIV in sub-Sahara Africa would be far more effective should attention be paid to the women’s lived realities and on-the-ground interpretations of women’s agency.
Mikið hefur verið fjallað um alnæmi í Afríku. Þróunarsamvinnustofnanir, frjáls félagasamtök og ríkisstjórnir hafa lagt mikla vinnu og fjármagn í þá baráttu. Hærra hlutfall HIV smitaðra stúlkna og ungra kvenna en karlkyns jafnaldra þeirra hefur vakið athygli og hafa þróunarsamvinnustofnanir reynt að sníða verkefni sín að þörfum ungra kvenna. Skaðlegir menningarbundnir siðir og ójafnrétti kynjanna eru taldar vera helstu ástæður þess að ungar konur smitast frekar en menn. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða orðræðu þróunarsamvinnustofnana um ungar konur og alnæmi og bera þær saman við veruleika kvenna í litlu þorpi í Malaví. Ritgerðin er byggð á vettvangsathugun í Mangochi héraði í Malaví, þar sem höfundur dvaldi í tæp tvö ár og tók viðtöl og beitti þátttökuaðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna, að áherslur þróunarsamvinnustofnana í HIV verkefnum séu ekki alltaf raunsæjar. Það er einkennandi fyrir stefnumótanir HIV verkefna að draga upp staðlaðar ímyndir af konum sem varnarlausum fórnarlömbum sem litla sem enga gerendahæfni hafi. Sýnt er fram á í þessari ritgerð að félagsleg tengsl kvenna í Malavísku þorpi eru mun flóknari og fjölbreyttari en þessi ímynd gefur til kynna. Höfundur dregur þá ályktun að HIV forvarnarverkefni í Afríku sunnan Sahara væru árangursríkari ef meira tillit væri tekið til raunverulegra aðstæðna kvenna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA - Inga Dóra Pétursdóttir.pdf | 3.09 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |