is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48750

Titill: 
  • ,,Þetta er bara vinna sem ég sótti ekki um''. Upplifun óformlegra umönnunaraðila langveikra maka á upplýsingum og þjónustu frá félagsþjónustu sveitarfélaga og áhrif umönnunarhlutverksins á sálfélagslega líðan
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Það getur verið áskorun fyrir umönnunaraðila að annast einstakling með líkamlega skerðingu þar sem þeir þurfa að sameina verkefni tengd umönnun við sínar persónulegu
    þarfir og athafnir daglegs lífs. Óformlegir umönnunaraðilar eru taldir vera gríðarlega mikilvægir þegar kemur að því að veita umönnun. Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á upplifun óformlegra umönnunaraðila langveikra maka sinna á upplýsingum og
    þjónustu frá félagsþjónustu sveitarfélaga ásamt því að skoða hver áhrif umönnunarhlutverksins eru á sálfélagslega líðan. Leitast verður við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: ,,Hver er upplifun óformlegra umönnunaraðila langveikra maka sinna á upplýsingum og þjónustu frá félagsþjónustu sveitarfélaga?‘‘ og ,,hver eru sálfélagslegu áhrif þess að vera óformlegur umönnunaraðili langveiks maka síns?‘‘ Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð rannsóknarinnar þar sem tekin voru hálfstöðluð einstaklingsviðtöl við fjóra einstaklinga sem allir höfðu það sameiginlegt að sinna hlutverki óformlegrar umönnunar gagnvart langveikum mökum sínum og hafa leitað til félagsþjónustu síns sveitarfélags.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að upplýsingar og þjónusta frá félagsþjónustu sveitarfélaga sé ekki nægilega góð hérlendis. Viðmælendur greindu frá óanægju með þjónustuna þar sem þeir upplifðu mikinn upplýsingaskort og erfitt að fá réttindum sínum framfylgt. Að auki leiddu niðurstöður í ljós að umönnunarhlutverkið getur haft í för með sér neikvæð áhrif á sálfélagslega líðan umönnunaraðila. Greindu þeir frá miklu álagi vegna umönnunarhlutverksins og skorts á þjónustu ásamt kvíða, streitu og þunglyndi. Því er mikilvægt að grípa til aðgerða til að stuðla að heilbrigðri öldrun þjóðarinnar og gera einstaklingum kleift að búa í heimahúsum eins lengi og hægt er.

  • Útdráttur er á ensku

    It can be a challenge for caregivers to care for individuals with a physical disability as they need to balance caregiving tasks with their own personal needes and activities of daily living. Informal caregivers are considered extremely important when it comes to providing care. The aim of this research is to shed light on the experiences of informal caregivers of chronically ill spouses regarding information and services from municipal social servies as well as to examine the psychosocial impact of the caregiving role. The study seeks to answer the following research questions: "What is the experience of informal caregivers of chronically ill spouses regarding information and services from municipal social services?" and "What are the psychosocial effects of being an informal caregiver to a chronically ill spouse?" A qualitative research method was used, using semi-structured individual interviews with four participants, all of whom share the experience of having been an informal caregiver for their chronically ill spouse and have sought assistance from their municipal social services.
    The results of the study suggest that information and services from municipal social services are insufficient in Iceland. Participants reported dissatisfaction with the service as they experienced a significant lack of information and difficulty in accessing their rights. Additionally, the results revealed that the caregiving role can have negative effects on the psychosocial well-being of caregivers. They reported high levels of stress due to caregiving responsibilities and lack of support along with feelings of anxiety, stress and depression. It is important to take action to promote healthy aging in the population and enable individuals to live in their own homes for as long as possible.

Samþykkt: 
  • 25.11.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48750


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hba23_Hanna Björk_Yfirlýsing.pdf374,99 kBLokaðurYfirlýsingPDF
hba23_Hanna Björk_MA ritgerð.pdf693,29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna