Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48751
Áhersla á rétt barna til þátttöku í málum sem þau varða hefur aukist á síðustu árum. Í samræmi við bernskufræði og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eru börn sjálfstæðir þátttakendur í eigin lífi með hæfni til að hafa áhrif á umhverfi sitt og eiga rétt á vernd, virðingu og þátttöku í ákvörðunum sem varða þeirra líf. Réttindi barna til þátttöku eru sérstaklega mikilvæg í barnaverndarþjónustu, þar sem sjónarmið þeirra ættu að vera virt og hagsmunir þeirra í forgrunni. Rannsóknir sýna þó að þátttaka barna sem njóta stuðnings barnaverndarþjónustu er oft takmörkuð í framkvæmd. Skapandi aðferðir veita börnum rými til að tjá tilfinningar og reynslu sína á fjölbreyttan og einstaklingsmiðaðan hátt, sem styður félagsráðgjafa í að mæta þeim á þeirra eigin forsendum. Notkun skapandi verkfæra getur því verið nauðsynleg til að styðja við tjáningu og þátttöku barna. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á hvernig skapandi vinnulag í félagsráðgjöf geti dýpkað skilning á stöðu barna og stuðlað að aukinni þátttöku í málefnum sem þau varða. Markmiðið var að skoða reynslu félagsráðgjafa í barnaverndarþjónustu af notkun skapandi leiða í viðtölum við börn. Leitað var svara við hver reynsla félagsráðgjafa í barnaverndarþjónustu er af notkun skapandi leiða í viðtölum við börn, með sérstakri áherslu á hvernig tilfinningaspil nýtast sem skapandi verkfæri til að styðja við tjáningu og þátttöku barna. Rannsóknin byggði á eigindlegri aðferð og viðtölum við sex félagsráðgjafa í barnaverndarþjónustu. Niðurstöður gáfu vísbendingar um að þátttakendur skorti þjálfun og stuðning í að nýta skapandi leiðir í starfi. Niðurstöður sýndu sömuleiðis að með notkun tilfinningaspila má auðvelda börnum að tjá tilfinningar sínar og stuðla að virkari þátttöku þeirra á eigin forsendum. Til að styðja félagsráðgjafa í að nýta skapandi verkfæri er brýnt að efla fræðslu og þjálfun í námi og starfi og bæta aðgengi að íslenskri útgáfu skapandi verkfæra fyrir félagsráðgjafa.
The emphasis on children’s right to participate in matters that concern them has grown in recent years. In line with childhood studies and the United Nations Convention on the Rights of the Child, children are independent actors in their own lives, capable of influencing their surroundings, and entitled to protection, respect, and participation in decisions affecting their lives. This right is particularly important in child protection services, where their perspectives should be respected and their best interests prioritized. However, research indicates that children receiving support from child protection services often experience limited participation in practice. Creative methods provide children with opportunities to express their emotions and experiences in diverse and individualized ways, enabling social workers to engage with them on their terms. Using creative tools can thus be essential to support children’s expression and participation. The study aimed to explore how creative approaches in social work can deepen the understanding of children’s situations and enhance their involvement in issues affecting them. The objective was to examine child protection social workers’ experiences of using creative methods in interviews with children, focusing on how emotion cards can serve as a creative tools to support children’s expression and participation. The research employed a qualitative method, involving interviews with six child protection social workers. Findings indicated a lack of training and support for utilizing creative methods in practice. Results also suggested that using emotion cards can help children articulate their feelings and foster more active participation on their terms. To support social workers in adopting creative tools, it is crucial to strengthen education and training in this area and improve access to Icelandic versions of creative resources for social workers.
Keywords: Creative methods, tools, children, participation, rights
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing lokaverkefni - Linda Sóley Birgisdóttir.pdf | 45,13 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
MA ritgerð - Linda Sóley Birgisdóttir (1).pdf | 2,19 MB | Lokaður til...22.02.2025 | Heildartexti |