is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48755

Titill: 
  • Öryggishringurinn: Yfirlitssamantekt
  • Circle of Security Parenting: A scoping review
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Bakgrunnur: Vaxandi þekking á mikilvægi geðtengsla og skilningur á kynslóðatilfærslu hefur knúið áfram þróun úrræða sem byggja á þessari þekkingu. Markmiðið er að fyrirbyggja eða taka til meðferðar þróun neikvæðra tengslamynstra og möguleg afleidd vandamál í þroska og hegðun Eitt slíkt úrræði er Circle of Security Parenting (COSP).
    Tilgangur: Að kanna hvaða rannsóknir hafa verið gerðar á COSP frá 2014-2024 og hvað niðurstöður þeirra segja um áhrif úrræðisins á fjölskyldur. Að greina frá og skýra hugtök sem eru notuð í kenningagrunni COSP og rannsóknum á úrræðinu.
    Aðferð: Yfirlitssamantekt (e. scoping review). Kerfisbundin leit var gerð í gagnagrunnunum ProQuest, Scopus, SpringerLink og Web of Science að rannsóknum. Fyrirfram ákveðin skilyrði voru notuð til að meta rannsóknirnar. Niðurstöður eru kynntar samkvæmt PRISMA-SCr gátlista.
    Niðurstöður: Alls stóðust 37 greinar inntökuskilyrði, þar af sjö gráar heimildir. Í niðurstöðukafla voru þessar rannsóknir flokkaðar í sjö töflur samkvæmt rannsóknarsniði. Niðurstöður gefa til kynna að COSP hentar vel til foreldrafræðslu vegna áhrifa á foreldrafærni, tilfinningasvörun og þekkingu á því hvað liggur að baki hegðun barna, auk þess sem COSP dró úr streitu, þunglyndi og kvíða hjá foreldrum. Ekki var sýnt með óyggjandi hætti fram á að COSP hefði áhrif á hegðunarvandamál, tilfinningastjórnun eða aukið tengslaöryggi barna. Tvær rannsóknir á foreldrum barna með sérþarfir gáfu til kynna að úrræðið henti ekki þeim hóp og í einni rannsókn var tekið fram að ekki ætti að nota úrræðið sem inngrip í viðkvæmar aðstæður nema sem viðbótaríhlutun með öðrum gagnreyndari úrræðum.
    Ályktun: COSP var aðlagað út frá klíníska úrræðinu Circle of Security Intensive (COSI) í þeim tilgangi að gera úrræðið aðgengilegra og auðveldara í framkvæmd. Svo virðist sem þetta markmið hafi náðst en klínískt gildi COSP minnkaði í aðlöguninni. Niðurstöður gefa til kynna að COSP geti verið hjálplegt þeim sem ekki eru með alvarlegan klínískan vanda en margar rannsóknanna voru gerðar við óvenjulegar aðstæður eða með viðkvæmum hópum. Þörf er á frekari rannsóknum sem kanna áhrif COSP á einstaklinga sem ekki eru með alvarlegan klínískan vanda.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Growing knowledge of the mechanisms of attachment and intergenerational transmission has driven efforts to develop early childhood attachment-based interventions. These programs aim to prevent or address negative attachment patterns and the associated developmental, behavioral, or emotional challenges that may arise. One such program is the Circle of Security Parenting program (COSP).
    Objective: This study reviews studies on COSP conducted between 2014 and 2024, evaluating its impact on families and clarifying its theoretical foundation and key concepts.
    Method: A scoping review was conducted using ProQuest, Scopus, SpringerLink, and Web of Science databases. Studies were selected based on predefined inclusion criteria, and results were reported following the PRISMA-SCr checklist.
    Results: A total of 37 articles met the inclusion criteria, including seven categorized as grey literature. The findings were organized into seven tables based on research methods. Findings suggest COSP is effective for improving parenting skills, emotional responsiveness, and understanding of children’s behavior, while reducing parental stress, depression, and anxiety. However, evidence for its impact on children’s behavioral problems, emotional regulation, or attachment security remains limited. Studies involving parents of children with special needs indicated the program is not well-suited for this group. Additionally, a randomized controlled study suggested that alternative, evidence-based programs may be more appropriate for at-risk families, while COSP might serve as a gentle introduction before transitioning to interventions with greater effects.
    Conclusion: COSP was adapted from the clinically tested Circle of Security Intensive (COSI) program with the purpose of increasing accessibility. While successful in achieving this objective, it appears that some of the clinical applications of the program were lost in the adaptation. COSP seems to be beneficial for individuals without severe clinical problems, but many of the studies reviewed were conducted in unusual circumstances or with vulnerable populations. Further research is needed to evaluate COSP's effectiveness in general populations and among individuals with less severe clinical concerns.

Samþykkt: 
  • 26.11.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2024_Skemman_yfirlysing - Jakob Eðvarðsson.pdf73,28 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Jakob Eðvarðsson - MA ritgerð - Öryggishringurinn- 16.12.2024.pdf1,63 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna