Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48756
Rannsóknin sem hér er lýst beinist að upplifun einstaklinga með geðfötlun og vímuefnaröskun sem búa í sértækri búsetu og nota þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við tilgangsúrtak og gögnum aflað með hálfstöðluðum viðtölum við tólf einstaklinga á aldrinum 24–72 ára sem öll eiga það sameiginlegt að vera með geðfötlun og vímuefnaröskun, búa eða hafa búið í sértækri búsetu, og notið þjónustu velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viðmælendur komu frá tíu búsetukjörnum undir málaflokki fatlaðs fólks hjá Reykjavíkurborg. Rannsóknin beindist að upplifun viðmælanda af búsetunni og áhrifum búsetunnar á lífsgæði þeirra, sjálfstæði og bata. Fræðilegur rammi rannsóknarinnar tók mið af hugmyndafræði skaðaminnkunar og húsnæði fyrst, lífsálfélagslega líkaninu, batakenningum og áfallakenningum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að sértæk búseta veitir viðmælendum nauðsynlegt öryggi sem skapar forsendur fyrir bætt lífsgæði. Margir viðmælendur lýstu því að húsnæðið gerði þeim kleift að einbeita sér að daglegum verkefnum, rækta félagsleg tengsl og taka þátt í virkni eða vinnu. Þetta samræmist erlendum rannsóknum, samanber Padgett o.fl. (2015), Tsemberis o.fl. (2004) og Lindvig o.fl. (2019) sem sýna fram á mikilvægi húsnæðis sem grundvallarþátt í bataferli. Viðmælendur lýstu einnig áskorunum búsetunnar, svo sem skorti á opnum samræðum um vímuefnanotkun við starfsfólk og hindrunum tengdum vilja til aukins sjálfstæðis.
Niðurstöður rannsóknarinnar undirstrika mikilvægi samþættrar þjónustu sem tekur tillit til bæði félagslegra og heilsutengdra þátta. Jafnframt leggja þær áherslu á nauðsyn þekkingar, virks notendasamráðs og einstaklingsmiðaðrar nálgunar í þjónustu við einstaklinga með geðfötlun og vímuefnaröskun.
Lykilhugtök: Félagsráðgjöf, sértæk búseta, tvígreining, geðfötlun, vímuefnaröskun
The research focuses on the experiences of individuals with mental disabilities and substance use disorder living in specialized housing and receiving services from the Welfare Division of Reykjavík. Purposive sampling was utalized in this study and data was gathered through semi-structured interviews with twelve individuals ageing from 24–72, all of whom have a co-occuring diagnosis of mental disability and substance use disorder, and are or have been residents of specialized housing supported by the Welfare Division. Participants were drawn from ten housing units, all falling under the category of services for people with disabilities in Reykjavík. The study aimed to explore participants' experiences of the housing and its impact on their quality of life, independence, and recovery. In Iceland, harm reduction approaches have been adopted in some programs, while other housing units operate under abstinence-based policies, reflecting a dualistic policy approach to housing for this group.
The theoretical framework of the research draws on harm reduction and Housing First principles, the biopsychosocial model, recovery theories, and trauma-informed approaches. The findings revealed that specialized housing provides participants with essential security that improved quality of life. Many participants described how having stable housing enabled them to focus on daily tasks, nurture social connections, and engage in activities or work. These findings align with international studies, such as those by Padgett et al. (2015), Tsemberis et al. (2004) and Lindvig et al. (2019) which emphasize the foundational role of housing in recovery. Participants also highlighted challenges, such as a lack of open conversation about substance use with staff and barriers to achieving greater autonomy.
The findings underscore the need for integrated services addressing both social and health-related factors, while emphasizing the importance of expertise, user consultation, and a person-centered approach in services for individuals with co-occuring diagnoses.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.Skemman.pdf | 266,25 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
katrinbjork.MArannsokn.pdf | 1,05 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |