is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > M.phil ritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48760

Titill: 
  • „Kona einsömul“ - Einmanaleiki mæðra með ung börn á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Einmanaleiki er útbreiddur lýðheilsuvandi á heimsvísu sem ógnar bæði líkamlegri og andlegri heilsu. Margar rannsóknir hafa staðfest tengsl einmanaleika við margskonar líkamleg veikindi og skaðsemi mikils og langvarandi einmanaleika jafnast á við skaðsemi reykinga, hreyfingarleysis og offitu. Flest bendir til þess að einmanaleiki fari vaxandi í hinum vestræna heimi samhliða aukinni félagslegri einangrun og hafa stjórnvöld víðsvegar um heim brugðist við og reynt að mæta vandanum með viðeigandi úrræðum og varið auknu fjármagni til rannsókna. Mæður, þá einkum mæður með ung börn, eru viðkvæmur hópur sem þekkt er að glími við umtalsverðan einmanaleika og eigi á hættu að einangrast félagslega samkvæmt erlendum rannsóknum. Engu að síður er lítið sem ekkert til af rannsóknum um einmanaleika meðal mæðra, algengi, eðli einmanaleikans eða ástæður hans hér á landi. Algengast er að flokka einmanaleika í tilfinningalegan, félagslegan eða tilvistarlegan einmanaleika innan rannsókna og getur þessi flokkun varpað ljósi á eðli einmanaleikans og undirliggjandi ástæður hans. Í þessari rannsókn var ætlunin að rannsaka ólíkar tegundir einmanaleika og reyna að varpa ljósi á tengda þætti einmanaleika meðal mæðra barna undir þriggja ára aldri sem búsettar eru á Íslandi. Rannsóknin var unnin með megindlegri aðferð og var framkvæmd með spurningalistakönnun þar sem skimað var fyrir mismunandi tegundum einmanaleika meðal þátttakenda auk þess sem spurt var um bakgrunnsþætti á borð við aldur, búsetu og fleira. Í ljós kom að félagslegur einmanaleiki var algengastur meðal hópsins og þar á eftir tilfinningalegur einmanaleiki. Tilvistarlegur einmanaleiki mældist í minna mæli meðal hópsins.

Samþykkt: 
  • 26.11.2024
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48760


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Theódóra B. Guðjónsdóttir - RITGERÐ.pdf1,03 MBLokaður til...21.02.2025HeildartextiPDF
yfirlýsing.pdf480,98 kBLokaðurYfirlýsingPDF