Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/48761
Rannsóknin fjallar um skólasóknarvanda grunnskólabarna í Reykjavík út frá upplifun og reynslu fagaðila á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Markmið rannsóknarinnar var að afla þekkingar á reynslu þeirra af birtingarmyndum og þeim áskorunum sem þau standa frammi fyrir, auk þeirra úrræða sem eru til staðar til að koma í veg fyrir og vinna með vandann. Tilgangur rannsóknarinnar var að varpa ljósi á sóknarfæri sem eru tiltæk til þess að fyrirbyggja og mæta skólasóknarvanda. Niðurstöður byggja á tveimur hálfstöðluðum rýnihópaviðtölum við sjö fagaðila frá tveimur þjónustumiðstöðvum í Reykjavík. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að skólasóknarvandi hefur ýmsar birtingarmyndir sem oft endurspegla undirliggjandi áskoranir þeirra barna sem eiga við þennan vanda að stríða. Vandinn er fjölþættur og afleiðing flókins samspils sálfélagslegrar líðanar barna og umhverfis þeirra. Þrátt fyrir endurbætta lagasetningu varðandi velferð barna, reglugerðir og verkferla hefur skólasóknarvandi í Reykjavík aukist undanfarin ár og birtist hjá yngri börnum en áður. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kemur fram að börn með þennan vanda eru ekki einsleitur hópur og að beita þurfi heildarsýn við að greina þá þætti sem hafa áhrif á hegðun og líðan þeirra. Einnig sýna niðurstöður að að snemmtæk greining á vandanum og íhlutun í samvinnu skóla og heimilis sé lykilatriði í forvörnum og bættri skólasókn. Í því samhengi er mikilvægt að styrkja skólana í sínu hlutverki bæði hvað varðar þekkingu á þessum vanda og aðgengi að fagfólki á staðnum. Styrkja þarf sömuleiðis foreldra sem uppalanda, og byggja upp traust á milli aðila, ásamt því að styrkja tengslin við þjónustumiðstöðvarnar og bæta samstarf milli stofnanna. Í niðurstöðum kemur fram að skortur er á tölulegum upplýsingum, en nauðsynlegt er að kortleggja þennan hóp nánar til þess að fá heildarmynd af vandanum og mögulegum lausnum. Einnig er þörf á auknum íslenskum rannsóknum á þessu sviði sem gætu dýpkað skilning á hinum ýmsu hliðum skólasóknarvanda á Íslandi.
The study examines school attendance problems among school children from the age of 6-16 in Reykjavík, from the perspective and experiences of professionals at the city service centres. The aim of the study is to gain insight into their experiences with the manifestations and challenges they face, as well as the resources available to prevent and address these issues. The purpose of the study is to shed light on opportunities to prevent and manage school attendance problems. The findings are based on two semi-structured focus group interviews with seven professionals from two service centres in Reykjavík. The results reveal that school attendance issues have various manifestations, often reflecting underlying challenges faced by the children experiencing these difficulties. This issue is multifaceted and results from the complex interplay of children's psychosocial well-being and their environment. Despite improved legislation regarding child welfare, regulations, and procedures, school attendance problems in Reykjavík have increased in recent years and are occurring at younger ages. The findings indicate that children facing these issues are not a homogeneous group, requiring a comprehensive approach to analyse the factors influencing their behaviour and well-being. Early detection and intervention in collaboration between schools and families are key to prevention and improved attendance. In this context, it is essential to strengthen schools in their role, both in terms of knowledge about these challenges and access to on-site professionals. Similarly, parents need support in their parenting role and trust must be built among stakeholders, while also strengthening ties to service centers and improving inter-agency collaboration. The findings also highlight a lack of statistical data, emphasizing the necessity of mapping this group further to obtain a comprehensive understanding of the problem and potential solutions. Additionally, there is a need for increased Icelandic research in this area to deepen understanding of the various aspects of school attendance problems in Iceland.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
amb43_MAritgerd_skolasoknarvandix.pdf | 1,11 MB | Locked Until...2025/02/21 | Complete Text | ||
amb43.yfirlysing_skemman (1).pdf | 1,01 MB | Locked | Declaration of Access |