Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48764
Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á gagnsemi samfélagsvinnu-verkefnisins Saumó- tau með tilgang við að aðstoða flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd að fást við mikilvægar áskoranir í lífi sínu. Í rannsókninni var þetta gert með því að skoða reynslu og upplifun kvenna af þátttöku í umræddu verkefni. Um var að ræða eigindlega viðtalsrannsókn þar sem alls voru tekin hálfstöðluð viðtöl við sjö þátttakendur í Saumó og þrjá starfsmenn (þ.á m. sjálfboðaliða) verkefnisins, eða alls tíu viðmælendur. Viðtölin voru afrituð og þemagreind í þeim tilgangi að leiða í ljós sameiginleg atriði í reynslu viðmælenda. Greiningin leiddi í ljós fimm meginþemu. Fyrstu tvö þemun (rofin félagsleg einangrun og upplifun á því að tilheyra) leiddu í ljós þá algengu upplifun meðal viðmælenda að þátttaka þeirra í samfélagsvinnunni hefði rofið félagslega einangrun þeirra að ákveðnu marki og aukið þannig lífsánægju þeirra og enn fremur skapað verðmæta upplifun af því að tilheyra nærsamfélagi. Þriðja þemað (persónulegur vöxtur) gaf til kynna að starfið hefði valdelft konurnar með því að veita þeim reynslu af því að vaxa í starfi, læra nýja færni og gera gagn. Fjórða þemað (jákvætt viðhorf) gaf til kynna útbreitt, jákvætt viðhorf meðal viðmælenda gagnvart starfinu og starfsfólkinu, jafnvel þótt viðmælendur gætu nefnt ýmis atriði sem bæta mætti. Fimmta þemað veitti loks innsýn í nokkrar áskoranir sem menningarsamruninn sem átti sér stað í starfinu skapaði. Í heild veitti rannsóknin nýja innsýn í reynslu einstaklinga af erlendum uppruna af samfélagsvinnu af þessu tagi hérlendis og náði rannsóknin þannig þeim markmiðum sem lagt var upp með. Loks má nefna að þótt niðurstöður bentu eindregið til þess að starfið hefði skilað árangri er ljóst að frekari rannsókna er þörf til þess að skoða betur gagnsemi svona samfélagsvinnu fyrir flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd. Það er von höfundar að rannsókn þessi veiti innblástur og hvatningu til fræðanna og kveiki áhuga fræðafólks á því að skoða nánar starf sem felur í sér valdeflingu og inngildingu þessa hóps.
Lykilorð: Fólk á flótta, valdefling, félagsleg tengsl, samfélagsvinna
This research is a final project for a MA degree in Social Work with a professional qualification from the University of Iceland. The aim of this study was to shed light on the utility of the community project Saumó – Tau með tilgang in assisting refugees and asylum seekers in addressing key challenges in their lives. In the study this was done by exploring the experiences and perspectives of refugee women participating in the project. The study employs a qualitative interview methodology, involving semi-structured interviews with seven participants from Saumó and three staff members (including volunteers) of the project, making a total of ten interviewees. The interviews were transcribed and thematically analyzed to identify shared patterns in the participants' experiences. The analysis revealed five main themes. The first two themes, Breaking Social Isolation and A Sense of Belonging, highlight a common experience among participants that their involvement in the community work project reduced their social isolation to some extent, thereby enhancing their quality of life and fostering a valuable sense of connection to their local community. The third theme, Personal Growth, indicates that the project empowered the women by providing them with opportunities to develop professionally, acquire new skills, and feel that they were making a meaningful contribution. The fourth theme, Positive Attitude, reflected a widespread sense of appreciation among participants toward the project and its staff, even though participants could point to certain aspects that could be improved. The fifth theme offered insights into some challenges related to cultural integration that emerged during the project. Overall, the study provides new insights into the experiences of individuals of foreign origin participating in community work of this kind in Iceland and achieved its intended objectives. While the findings strongly suggest that the project had a positive impact, further research is necessary to better examine the effectiveness of such community initiatives for individuals of regugees and asylum seekers. It is the author’s hope that this research will inspire further academic inquiry and encourage scholars to explore initiatives that promote empowerment and inclusion for this group.
Keywords: Refugees, empowerment, social connections, community work
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MA-ritgerð til starfsréttinda, RP. pdf..pdf | 968,63 kB | Lokaður til...01.05.2025 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing.pdf | 306,95 kB | Lokaður | Yfirlýsing |