Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48766
Útdráttur
Verkefnið fjallar um viðhorf íslenskra flugmanna til Pilot Support Program (PSP), stuðningskerfis sem hefur það hlutverk að veita jafningjastuðning og stuðla að betri andlegri líðan starfsmanna innan fluggeirans. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hver viðhorf flugmanna eru til PSP, hvort þeir nýti sér þessa aðstoð og ef svo er, hver upplifun þeirra er af henni. Að sama skapi er ætlunin að kanna ástæður fyrir því ef flugmenn hafa ekki nýtt sér úrræðið.
Fræðilegur bakgrunnur rannsóknarinnar byggir á fyrri rannsóknum á jafningjastuðningi og stuðningskerfum í starfsgreinum þar sem öryggi, líðan og starfsumhverfi starfsmanna hafa afgerandi áhrif á frammistöðu og vellíðan.
Rannsóknin byggir á blandaðri aðferðafræði, þar sem bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknarðferðir eru notaðar til að fá dýpri skilning á upplifun flugmanna af PSP. Spurningakönnun var lögð fyrir flugmenn sex íslenskra flugfélaga. Einnig voru tekin fjögur viðtöl við einstaklinga sem tengjast PSP á ólíkan hátt til að fá innsýn í upplifun þeirra af stuðningskerfinu og áskoranir þess.
Niðurstöður beggja rannsókna benda til þess að traust og trúnaður séu lykilatriði fyrir árangur PSP. Einnig að kerfið þurfi að vera sýnilegra og upplýsingagjöf um þjónustuna þurfi að vera öflugri til að stuðla að jákvæðari viðhorfum og aukinni þátttöku flugmanna í PSP.
Verkefnið gefur heildaryfirsýn yfir stöðu PSP innan íslenska fluggeirans og varpar einnig ljósi á þau atriði sem tengjast þeim áskorunum sem fylgja innleiðingu PSP í íslenskum flugrekstri.
Abstract
The project examines the attitudes of Icelandic pilots toward the Pilot Support Program (PSP), a support system designed to provide peer support and promote better mental well-being within the aviation industry. The study's objective is to explore pilots' perceptions of the PSP, whether they utilize this assistance, and, if so, their experiences with it. Additionally, the study aims to investigate the reasons why some pilots may choose not to use the program.
The theoretical framework of the research is based on previous studies on peer support and support systems in professions where safety, well-being, and the working environment significantly influence performance and employee welfare.
The research employs a mixed-methods approach, combining quantitative and qualitative research methods to gain a deeper understanding of pilots' experiences with the PSP. A survey was distributed to pilots from six Icelandic airlines, and four interviews were conducted with individuals involved with the PSP in various capacities to gain insights into their experiences with the system and its challenges.
The findings from both research methods indicate that trust and confidentiality are key factors for the success of the PSP. Moreover, the system needs to be more visible, and the dissemination of information about the service should be strengthened to foster more positive attitudes and greater participation among pilots in the PSP.
The project provides a comprehensive overview of the status of the PSP within the Icelandic aviation sector and sheds light on the challenges associated with implementing the PSP in Icelandic aviation operations.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
OlverJonsson_BS_lokaverk.pdf | 1,78 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlysing_OlverJonsson.pdf | 222,8 kB | Opinn | Yfirlýsing | Skoða/Opna | |
Eydublad_OlverJonsson.pdf | 52,1 kB | Opinn | Fylgiskjöl | Skoða/Opna |