is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4878

Titill: 
  • Félagsráðgjöf og áfallastreituröskun meðal flóttamanna
Útdráttur: 
  • Hér er greint frá heimildaritgerð sem fólst í því að kanna stöðu þekkingar á áfallastreituröskun meðal flóttamanna innan félagsráðgjafar. Ritgerðinni er einnig ætlað að varpa ljósi á vinnuaðferðir félagsráðgjafa í vinnu með flóttamönnum sem þjást af áfallastreituröskun. Markmið ritgerðarinnar er að bæta við þá þekkingu sem fyrir er til staðar á málefnum flóttamanna.
    Niðurstöður ritgerðarinnar eru að félagsráðgjafar hafa hagnýtar og góðar kenningar sem nýtast vel í vinnu með flóttamönnum. Hins vegar er ekki markvisst verið að greina flóttamenn á Íslandi með tilliti til áfallastreituröskunar þrátt fyrir að hægt sé að notast við greiningarskilmerki DSM-IV eða annarra greiningarkerfa. Erfitt er að greina þekkinguna því lítið sem ekkert hefur verið skrifað um málaflokkinn hér á landi.
    Flóttamenn með áfallastreituröskun þurfa sértæka aðstoð og hún þarf að vera veitt af fagaðilum. Félagsráðgjafar henta vel til þeirra starfa því þeir hafa ýmis tæki til þess að veita markvissa aðstoð á því sviði.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4878


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Lokaeintak.pdf888.62 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna