en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/4879

Title: 
 • Title is in Icelandic Vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á LSH
 • Quality indicators of elderly patients' medication use at admission to LSH
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Fjöldi aldraðra hefur aukist hratt á síðustu áratugum. Þar sem algengi sjúkdóma eykst með aldri verður þörfin fyrir lyf meiri meðal aldraðra. Þrátt fyrir að lyf geti minnkað einkenni og dregið úr sjúkdómsástandi og dánartíðni geta þau einnig leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru tíðari og alvarlegri hjá öldruðum en þeim sem yngri eru. Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa metið gæði lyfjameðferða og benda flestar til þess að óviðeigandi lyfjaávísanir séu mikið vandamál í heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða. Markmið rannsóknarinnar var að athuga vísbendingar um gæði lyfjameðferða aldraðra við innlögn á LSH.
  Farið var afturrýnt yfir 818 sjúkraskrár 70 ára og eldri sem lögðust brátt inn á Lyflækningasvið I og Bráðaöldrunarlækningadeild á Öldrunarsviði LSH árið 2007. Af þessum 818 sjúkraskrám voru 184 sem uppfylltu ekki skilyrði þess að vera teknar með til greiningar. Fengnar voru 279 rýndar sjúkraskrár úr fyrri rannsókn. Við mat á gæðum lyfjameðferða var notast við 15 lyfjamiðaða gæðavísa.
  Hlutfall tilfella sem greindist með einn eða fleiri gæðavísi var 48,4% og var algengið 56,2% meðal kvenna og 39,9% meðal karla. Fyrir utan einn gæðavísi voru fleiri konur en karlar með hvern þeirra sem valdir voru fyrir þessa rannsókn. Bendir það til þess að þær séu líklegri til að vera á hugsanlega óviðeigandi lyfjameðferð. Tölfræðilega marktækur munur var á milli aldursbila með tilliti til fjölda gæðavísa og algengara var að eldri einstaklingar greindust með gæðavísi. Tengsl milli gæða lyfjameðferða og fjölda legudaga eða afdrifa sjúklinga komu ekki fram í rannsókninni.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að gæðum lyfjameðferða meðal aldraðra sé ábótavant og að betur megi gera í sambandi við lyfjameðferð þeirra. Mælitækið sem notað var í rannsókninni var ekki áreiðanleikaprófað og æskilegra væri að nota viðurkennt, hugsanlega sjúkdómsmiðað, mælitæki ef til framhaldsrannsókna kæmi.

Accepted: 
 • May 3, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/4879


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Meistaraverkefni-skemman.pdf1.7 MBLockedHeildartextiPDF