Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/488
Gæludýr eru nú til dags orðin mjög algeng á heimilum fólks. Ástæðan fyrir því að fjölskyldur vilja halda gæludýr getur þó verið af ýmsum toga, bæði af félagslegum og tilfinningalegum ástæðum en einnig sem áhugamál. Börn geta notið góðs af því að umgangast gæludýr og þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna fram á að börn sem umgangast gæludýr séu betur stödd á tilfinningasviðinu sem og því félagslega. Ég ákvað að kafa dýpra í þetta efni og kynnti mér þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á börnum og dýrum og hvaða áhrif gæludýr geta haft á börn. Einnig tek ég saman gagnlegar hugmyndir um það sem leikskólakennarar geta gert til að tengja dýr og náttúru við leikskólastarfið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Dýr í lífi barna.pdf | 3,35 MB | Opinn | Heildarverkefni | Skoða/Opna |