is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/4880

Titill: 
  • Atvinnuleysi og afleiðingar þess: Umfjöllun á Íslandi frá árinu 1990 til 2010
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efnahagsvandinn árið 2008 hefur haft víðtækar afleiðingar og í kjölfar hans jókst atvinnuleysi á Íslandi eins og víðast annarsstaðar. Afleiðingar atvinnuleysis geta verið miklar og varðað einstaklinga, fjölskyldur og samfélagið í heild sinni. Atvinnuleysi getur haft áhrif á líkamlega og andlega heilsu ásamt því að félagsleg staða og tengslanet atvinnulausra skerðist.
    Eftirfarandi er yfirlitsrannsókn þar sem teknar eru saman greinar, erindi og rannsóknir skrifaðar af fræðimönnum og skýrslur og álit frá stjórnvöldum. Tímabil yfirlitsrannsóknarinnar nær frá árinu 1990 til ársins 2010. Henni er ætlað að veita yfirlit yfir umfjöllun um atvinnuleysi á Íslandi og gæti á þann hátt orðið vegvísir fyrir áframhaldandi rannsóknir og umfjöllun um efnið. Í fyrstu er fjallað um efnið út frá fræðilegum grunni án þess að skilyrða frá hvaða landi fræðimenn eru. Í niðurstöðum eru töflur og þemagreining á rannsóknum, fræðigreinum, erindum og skýrslum/álitum frá stjórnvöldum. Auk þess er fjallað um helstu afleiðingar atvinnuleysis út frá þeim gögnum sem rannsökuð voru.
    Nokkuð hefur verið skrifað um atvinnuleysi og afleiðingar þess á Íslandi. Niðurstöður sýna að mikilvægt er að atvinnulausir haldi virkni með námi, starfsþjálfun, ráðgjöf eða öðrum leiðum og hafi traust félagslegt net. Niðurstaða rannsóknarinnar bendir einnig til að hagkvæmt sé að aðstoða eins vel og kostur er atvinnulausa og fjölskyldur þeirra með ráðgjöf og stuðningi. Jafnframt vísa niðurstöður til mikilvægis þess að aðilar vinni saman og sýni atvinnulausum virðingu og vinsemd.

Samþykkt: 
  • 3.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/4880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atvinnuleysi og afleiðingar þess. final.pdf736.18 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna