Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48812
Íslendingar elska að skemmta sér og er áfengi líklegur kostur til að hjálpa sér með það. Þó er líklega helsta vandamál sumra landsmanna það, að þeir kunna ekki að drekka. Getur hugarfarið stundum verið þannig að maður þarf að deyja áfengisdauða þegar maður ætlar að hella smá prósentu í blóðið. Ekki má svo gleyma verði áfengra drykkja á skemmtistöðum landsins, en þar virðist allt vera á uppleið síðustu ár, og ekki á góðan hátt. Til að tækla þessi vandamál Íslendinga ætlar fyrirtækið Sip&Save að gefa út samnefnt app. Felur það í sér að bjóða notendum tilboð og afslætti á helstu skemmtistöðum landsins ásamt því að sameina fólk með skemmtilegum leikjum eins og kráargolf og kráarrölt. Aðkomendur að fyrirtækinu eru tveir einstaklingar, annars vegar höfundur sem er stofnandi og á 51% hlut og hins vegar tæknimaður sem á 49% hlut. Appið verður þróað af tæknimanni og mun hann nýta sér þau tæki, tól og þekkingu sem hann á nú þegar og verður því enginn kostnaður við framleiðslu appsins. Stofnkostnaður
verður 1.7 milljón krónur og eru 500.000 krónur af því kostnaðurinn við stofnun einkahlutafélags og restin markaðskostnaður. Kemur þessi peningur beint úr vasa
stofnanda sem sér um allt sem viðkemur fyrirtækinu, nema þróun appsins. Félagið verður stofnað 1. janúar 2026 og verður útgáfa appsins ekki fyrr en í júní og nær því félagið ekki núllpunkti fyrr en þá. Eigandi mun ekki fá fjárfesta í þetta verkefni, né taka lán og verður fyrirtækið því algjörlega skuldlaust. Mun fyrirtækið vinna sér inn pening með áskriftum og samstörfum við bari. Appið verður frítt fyrir alla en þó geta einstaklingar greiða 3.000 krónur einu sinni og fengið full afnot af appinu, að eilífu.
Kostir þess að greiða fyrir appið einu sinni er að notandi fær engar auglýsingar og hann fær sérstök tilboð hjá samstarfsaðilum appsins.Samstarfsaðilar gera samning við fyrirtækið og greiða mánaðarlega til þess. Kostir þess eru að staðirnir verða sýnilegri
innan appsins og eykur líkur fjölgun viðskiptavina. Kostnaðurinn við samstarf fer eftir aðstæðum m.a. staðsetningu staðar, lengd samnings og fleira. Verð á mánuði er frá 100.000 til 500.000 krónur á mánuði fyrir hvern samstarfsaðila. Þá munu samstarfsaðilar
veita 20% afslátt á drykkjum til notenda Sip&Save sem fyrirtækið fær til sín. Appið býður upp á fjölmargar leiðir fyrir hvern þann sem er til í að skemmta sér og er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi. Ekki er annað fyrirtæki að bjóða upp á samskonar vöru, er því
markaðurinn algjörlega ónýttur og sér Sip&Save tækifæri í því. Helstu ógnir sem höfundur sér eru stöðnun á rekstri og þekkingarleysi markaðs. Því er mikilvægt fyrir fyrirtækið að vera í stöðugri þróun með því að bjóða upp á nýjungar sem og að markaðssetja sig vel, því það er jú markaðurinn sem dæmir um hvort að varan sé góð eður ei.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Yfirlýsing.pdf | 24,07 kB | Lokaður | Yfirlýsing | ||
SipSave viðskiptaáætlun lokaútgáfa.pdf | 1,56 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |