Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48817
Lokaritgerð þessi er unnin til BA-prófs í listfræði við Háskóla Íslands. Markmiðið með ritgerðinni var að rannsaka götulistamanninn Banksy og það pólitíska landslag sem mótaði listsköpun í Bretlandi frá 1970 til aldamóta. Banksy tengir einnig saman pólitískt landslag Bretlands við alþjóðapólitík, en listamaðurinn var og er enn þann dag í dag viðloðandi Palestínu og Gaza svæðið. Þetta langaði mig sérstaklega að rannsaka vegna tengingar viðfangsefnisins við pólitíska umræðu dagsins í dag. Mig langaði einnig að skoða hvað það er við götulistmiðilinn sem hefur reynst svo árangursríkt í að koma pólitískum skoðunum og afstöðu á framfæri en í grunninn langaði mig að gera tilraun til þess að rannsaka Banksy sem hefur reynst listheiminum flókinn og eiginlegt ólíkindatól. Varpar listsköpun Banksy fram persónulegri pólitískri afstöðu eða er hún mögulega útúrsnúningur og ruglingur sem ekki er hægt að taka mark á?
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Banksy í Palestínu - Arnar Freyr Kristinsson.pdf | 1,72 MB | Lokaður til...22.02.2025 | Heildartexti | ||
Scan_arnar_kristinsson_202501020448_001.pdf | 48,97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |