is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48829

Titill: 
  • Guðir, menn og miskunn: Goðsögur í nýju ljósi í Percy Jackson ritröð Ricks Riordan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um hvernig Rick Riordan nýtir sér forngrískar goðsagnir í Percy Jackson bókaflokk sínum. Hann semur nútímalegar frásagnir sem kynna grískar goðsagnir fyrir ungum lesendum og dýpka skilning þeirra á fornum textum. Rannsóknin beinir sjónum að samböndum guða og manna eins og þau koma fram í verkum Riordans og hjá fornhöfundunum Hómer og Lúkíanosi með áherslu á hálfguðina Perseif og Percy Jackson. Auk þess er verk Natalie Haynes notað til þess að skoða hvernig Medúsa birtist í verki Riordans.
    Með því að greina hvernig Riordan umbreytir klassískum hetjum og guðum í nútímalegri persónur sýnir ritgerðin hvernig bókaflokkurinn stuðlar að auknum áhuga á forngrískum goðsögum án þess að draga úr dýpt þeirra. Percy Jackson bókaflokkurinn speglar bæði goðsagnir og siðferði nútímans og leiðir til endurskoðunar á hefðbundnum hugmyndum um hetjuskap. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á það hvernig verk Riordans auðga forngríska arfleið og veita lesendum nýja sýn á klassíska texta.

Samþykkt: 
  • 6.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48829


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Atlas Hrói Hafdísarson BA ritgerð.pdf522,05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf317,22 kBLokaðurYfirlýsingPDF