Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48830
Starfslok eru stór tímamót sem fela í sér bæði áskoranir og tækifæri. Rannsóknin skoðaði upplifun einstaklinga af þessu ferli, með áherslu á hugtök, kenningar og áhrifaþætti. Starfslok eru skilgreind sem margþætt umbreytingarferli, þar sem sjálfsmynd, félagsleg tengsl og fjárhagslegt öryggi eru í lykilhlutverki. Kenningar um öldrun, svo sem hlutverkakenningin og athafnakenningin útskýra hvernig einstaklingar aðlagast breyttum aðstæðum. Rannsóknir sýna að sveigjanleg starfslok og markviss undirbúningur draga úr neikvæðum áhrifum og stuðla að vellíðan.
Eigindleg aðferð var notuð og tekin voru viðtöl við átta einstaklinga sem nýlega höfðu hætt störfum. Þátttakendur greindu frá bæði jákvæðum og neikvæðum áhrifum starfsloka. Þættir eins og heilsufar, fjárhagslegt öryggi og stuðningur frá fjölskyldu og stjórnendum skiptu miklu máli. Sveigjanleg starfslok, þar sem einstaklingar minnkuðu við sig áður en þeir fóru af vinnumarkaði reyndust jákvæð fyrir aðlögun. Þeir sem upplifðu skort á stuðning frá stjórnendum og fengu lítinn undirbúning upplifðu meiri óvissu.
Niðurstöður rannsóknarinnar bentu á að fjölbreytt upplifun einstaklinga tengist undirbúningi, vinnustaðamenningu og einstaklingsbundnum þáttum. Margir viðmælendur lögðu áherslu á mikilvægi sveigjanlegra starfsloka og ráðgjafar í aðdraganda starfsloka. Þá voru sumir sem fundu fyrir frelsis tilfinningu á meðan aðrir fundu fyrir tilgangsleysi eða félagslegri einangrun. Rannsóknin veitir innsýn í mikilvægi stuðnings og undirbúnings fyrir starfslok, bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. Hún undirstrikar að markviss stefnumótun vinnustaða, ásamt sveigjanleika og fræðslu, getur bætt upplifun af starfslokum og stuðlað að farsælum umbreytingum. Þá er vonast til að niðurstöður rannsóknarinnar geti nýst stjórnendum til að þróa stefnumótun sem eykur vellíðan starfsfólks á þessum tímamótum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rebekka Rós - Lokaritgerð.pdf | 919,44 kB | Lokaður til...22.02.2025 | Heildartexti | ||
Rebekka Rós - Skemman - yfirlýsing (1).pdf | 680,97 kB | Lokaður | Yfirlýsing |