is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48833

Titill: 
  • Evrópuleikar - Handbók fyrir þemaverkefni um Evrópulönd
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennslu við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Verkefnið skiptist í fræðilega greinargerð og handbók fyrir kennara. Greinargerðin fjallar um fræðilegan grunn Evrópuleikanna, þar sem rætt er um mögulegan ávinning samvinnunáms, leikja og hreyfingar sem kennsluaðferða. Fjallað er um hvernig slíkar nálganir geta stuðlað að auknum áhuga og þátttöku nemenda í námi, auk þess að efla félagsfærni og ýta undir skapandi vinnubrögð. Einnig er komið inn á menningarlegt samhengi verkefnisins og mikilvægi þess að kynna nemendum Evrópu, menningu hennar og sögu.
    Handbókin er hagnýtt verkfæri sem býður upp á leiðbeiningar fyrir kennara um undirbúning, framkvæmd og mat Evrópuleikanna. Í henni eru fjölbreytt verkefni, svo sem kynningarbásar, spurningakeppnir, lógóhönnun og hreyfileikir, sem tengjast mismunandi þáttum námsefnisins. Hún veitir einnig kennurum hugmyndir um hvernig hægt er að meta virkni, þekkingu og samvinnu nemenda í gegnum stigakerfi og ígrundunarverkefni.
    Markmið verkefnisins er að skapa námsumhverfi sem leggur áherslu á þátttöku og fjölbreytni. Evrópuleikarnir leitast við að gefa nemendum tækifæri til að tengja námsefni við raunverulegar aðstæður og þróa með sér hæfni í samvinnu og skapandi lausnaleit. Handbókin er hugsuð sem stuðningstæki fyrir kennara sem vilja innleiða leik, hreyfingu og nám í kennslu sinni.

Samþykkt: 
  • 6.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Greinargerð.pdf489,83 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Handbók.pdf268,36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
2024_Skemman_yfirlysing3__1_.pdf239,78 kBLokaðurYfirlýsingPDF