Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48863
Ritgerð þessi fjallar um samspil íslenskra dýraörnefna og starfsemi kirkjunnar á miðöldum. Rætt er um hvernig örnefni sem vísa í dýr geti endurspeglað búskaparhætti, húsdýrahald, landnotkun og önnur störf tengd dýrum. Verkefnið byggir að stórum hluta á bókinni Jarðeignir kirkjunnar 1000–1550 og tekjur af þeim eftir Árna Daníel Júlíusson og farið verður yfir dýraörnefni sem birtast þar. Gerð verður grein fyrir aldri og staðsetningu örnefna ásamt fjölda mismunandi dýraheita. Notast var við Örnefnasjá Náttúruminjastofnunar til að staðsetja örnefni sem ekki birtust á kortum í bók Árna.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að dýraörnefni endurspegla búskaparhætti og húsdýrahald ekki mjög vel. Fjöldi örnefna samsvarar ekki fjölda húsdýra, frekar fjölda jarða. Dýraörnefni eru algengust hjá stærstu jarðeigendunum og að sama skapi er minnst af þeim hjá klaustrum sem áttu fæstar jarðir þó að sum þeirra áttu flest húsdýr.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerð - dýr í örnefnum .pdf | 1,95 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing útfyllt pdf.pdf | 215,9 kB | Lokaður | Yfirlýsing |