is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48866

Titill: 
  • Pólitísk átök á Íslandi 1252–1255. Samanburður á frásögnum Þorgils sögu skarða, Íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samtímaheimildir frá 13. öld gefa innsýn inn í líf Íslendinga á tímum stórtækra breytinga í íslensku samfélagi. Frásagnir eru aldrei hlutlausar og víða gætir afstöðu höfunda til ýmissa þátta. Hér verða frásagnir Þorgils sögu skarða, Íslendinga sögu og Hákonar sögu Hákonarsonar af sömu atburðum bornar saman í þeim tilgangi að skoða hvar finna megi ósamræmi og hvaða skýringar gætu legið þar að baki. Áhersla er lögð á frásagnir af pólitískum átökum frá útkomu Þorgils skarða til Íslands árið 1252 fram að 1255, afstöðu til Noregskonungs og fulltrúa hans og kirkjunnar á Íslandi, Heinreks Kárssonar og Sigvarðs Þéttmarssonar. Hákon Hákonarson, Noregskonungur frá 1217–1263, vildi sameina Ísland undir norsku krúnuna og nýtti sér íslenska hirðmenn sína til að flytja erindi sitt á Íslandi. Mesti ófriður Sturlungaaldar hófst þegar Noregskonungur sendi Þórð kakala Sighvatsson til Íslands 1242 sem erindreka sinn. Noregskonungur átti þannig óbeinan þátt í pólitískum átökum á Íslandi og kirkjan fléttaðist einnig inn í þessi átök. Á þessum tíma var kirkjuvaldastefnan leiðandi en hún fól í sér aðskilnað veraldlegs valds og kirkjuvalds. Sigvarður Þéttmarsson, biskup í Skálholti frá 1238–1268 birtist í frásögnum samtímaheimilda sem holdgervingur kirkjuvaldastefnunnar, sérstaklega í samanburði við starfsbróður sinn Heinrek Kársson, Hólabiskup frá 1247–1260. Heinrekur var einn dyggasti erindreki Noregskonungs á Íslandi og aðlagaðist hinu íslenska pólitíska landslagi og nýtti sér átök veraldlegra valdhafa til að koma erindi konungs á framfæri. Niðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að höfundar heimildanna höfðu ólíkar forsendur og hagsmuni sem mótuðu sjónarhorn þeirra og endurspeglast í ólíkum frásögnum þeirra.

Samþykkt: 
  • 7.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_HRAFNHILDUR_ANNA_HANNESDOTTIR.pdf747,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf14,61 MBLokaðurYfirlýsingPDF