Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48878
Í þessari rannsóknarritgerð voru skoðaðar mismunandi ljósastýringar fyrir gatnamót Glerárgötu og Strandgötu á Akureyri. Farið var yfir núverandi ástand gatnamótanna og framtíðarhorfur á svæðinu. Skoðuð voru slys og slysatíðni gatnamótanna. Einnig voru skoðaðar mismunandi tillögur að ljósastýringum við gatnamótin og þær settar upp í umferðarafkastaforritinu SIDRA. Að lokum var rýnt í þær niðurstöður sem fengust í forritinu.
Niðurstöður sýna að þörf er á breytingum við gatnamótin. Hvort sem það er með öðrum aðgerðum en einungis að breyta ljósastýringunni á gatnamótunum. Núverandi ástand gatnamótanna er með alltof háa slysatíðni. Þær tillögur sem skoðaðar voru í umferðarafkastaforritinu SIDRA lofuðu margar góðu en í lok dags er alltaf spurningin hversu mikið sveitarfélög og aðrir veghaldarar vilja skerða flæði til að auka öryggi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaverkefni.HR.HafsteinnIsar.pdf | 15,2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |