Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48883
Verkefnið snýst um burðarþolshönnun á nýju milligólfi sem bæta á við í núverandi byggingu. Burðarvirki milligólfsins verður úr holplötum og sérsmíðuðum stálbitum sem eru í núverandi byggingu. Einnig verða til hönnunar súlur og undirstöður undir milligólfið. Farið verður ítarlega yfir hönnun holplatna og gert grein fyrir þeim þáttum sem mikilvægir eru við hönnun á forspenntum byggingarhlutum. Einnig verður kafað djúpt í fræðina á bakvið hönnun á samverkandi bitum þar sem stálbitar og holplötur eru tengdar saman með skúfboltum. Í verkefninu verður einnig fjallað nokkuð ítarlega um fræðin á bakvið jarðskjálfta og álagið sem þeir valda á mannvirki áður en milligólfið sjálft er svo tekið og jarðskjálftagreint með þeim aðferðum sem lýst verður.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| Lokaverkefni_MGJ.pdf | 47,73 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |