is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tæknifræðideild / Department of Applied Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48888

Titill: 
  • Stæðnigreining á jarðvegsfláum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi rannsókn fjallar um stöðugleika fláa með áherslu á áhrif vatnsborðs og jarðefna á öryggisstuðul fláa. Til rannsóknar voru tekin jarðvegssýni úr fláa á Nesjavöllum, þar sem mælingar og prófanir voru framkvæmdar á rannsóknarstofu til að greina kornadreifingu, rúmþyngd
    og skerstyrk jarðvegs. Niðurstöðurnar voru nýttar til útreikninga í hugbúnaðinum Slide, þar sem stöðugleiki fláa var metinn eftir mismunandi aðstæðum og jarðefnum.
    Niðurstöðurnar sýna að hækkandi vatnsborð hefur marktæk áhrif á stöðugleika fláa. Þegar vatnsborðið hækkar, eykst vatnsþrýstingur í jarðveginum sem dregur úr virkri spennu og skerstyrk. Þetta veldur lækkun á öryggisstuðli, sérstaklega í léttari og fíngerðum efnum eins og
    rauðamöl. Á móti sýna þyngri og grófari efni meiri stöðugleika gagnvart hækkandi vatnsborði þar til vatn mettast í fláanum, en þá lækkar öryggisstuðullinn verulega.
    Þessi rannsókn undirstrikar mikilvægi þess að taka mið af jarðvegsgerð og vatnsstöðu við hönnun og framkvæmd fláa. Greiningin veitir dýrmæt gögn sem nýtast við að bæta öryggi og hagkvæmni í jarðvinnuverkefnum.

Samþykkt: 
  • 8.1.2025
URI: 
  • https://hdl.handle.net/1946/48888


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stæðnigreining á jarðvegsfláum_ÞII.pdf26,02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna