Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/48890
Markmið þessarar rannsóknar var að hanna og prófa nýja tengingu sem gæti nýst við byggingu forsteyptra mannvirkja, þá sérstaklega við byggingu landstöpla brúa.
Í rannsókninni voru kostir og gallar forsteyptra eininga metnir og farið var yfir mismunandi tegundir tenginga á milli slíkra eininga. Tvær yfirtegundir tenginga eru samsteyputengingar og svokallaðar þurrar tengingar. Þær voru skoðaðar ásamt mismunandi útfærslum á hvorri um sig og kostir og gallar metnir.
Tvö prófstykki voru hönnuð og smíðuð í 37,5% skala. Fyrra prófstykkið var hefðbundin U-lykkjutenging (samsteyputenging) og það síðara ný skúffutenging (þurr tenging). Nýja tengingin byggir á að einingarnar hafa tappa og nót úr stálskúffum sem síðan eru boltaðar saman.
Prófstykkin voru bæði prófuð gagnvart skeráraun. Niðurstöður sýndu að nýja tengingin er auðveld í smíði og samsetningu og þoldi heldur meira álag en reiknað var með að hún þyldi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skoðun á tengingum milli forsteyptra stöpuleininga.pdf | 59,21 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |